11:00
Textar
Sögur og raunveruleiki
Textar

Það er laglínan sem grípur þig en textinn sem heldur þér. Í þessu þætti fjalla fjölmargir ólíkir gestir um íslenska dægurlagatexta.

Umsjón: Vignir Egill Vigfússon.

Í þættinum er fjallað um sögur og raunveruleika í íslenskum dægurlögum. Sögur hafa alltaf verið áberandi í dægurlagatextum og eru íslenskir textar engin undantekning. Raunveruleikinn hefur verið fyrirferðameiri undanfarin misseri og þó nokkuð algengt að fólk semja um raunveruleikann í dag.

Viðmælendur í þættinum eru Sigurður Guðmundsson, Lovísa Árnadóttir, Magni Ásgeirsson, Sóli Hólm og Kristjana Stefánsdóttir.

Meðal laga sem viðmælendur völdu eru Einu sinni á ágústkvöldi, Er of seint að fá sér kaffi núna?, Grillið inn, Hafið er svart, Líttu sérhvert sólarlag, Bíólagið, Haustið ´75, Kóngur einn dag, Konan sem kyndir ofninn minn og Frá liðnu vori.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 10 mín.
,