10:15
Sorrí!
Sorrí, Friðrik Ómar
Sorrí!

Fyrir 20 árum lét Atli Fannar Bjarkason sig dreyma um að starfa á fjölmiðlum. Hann flutti til Reykjavíkur með báðar hendur tómar og fékk tækifæri til að skrifa í dagblöð, ritstýra tímaritinu Monitor og koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann flutti líka fréttainnslög í Vikunni með Gísla Marteini og stofnaði sinn eigin fjölmiðil, Nútímann sem hann tengist ekkert í dag.

Draumurinn rættist sem sagt en þegar hann horfir til baka sér hann að á þessum tíma hafi hann oft verið með bölvuð leiðindi við fólk sem átti það ekkert endilega skilið. Í þessum þáttum hittir hann þetta fólk og leggur spilin á borðið.

Umsjón: Atli Fannar Bjarkason.

Ástæðan fyrir því að ég vildi hitta Friðrik Ómar, sem við heyrðum í hér á undan, var umfjöllun frá árinu 2006. Ég er ekki stoltur af þessari umfjöllun og hef stundum velt fyrir mér hvort hún hafi verið hluti af stærri mynd - eitthvað sem ég áttaði mig kannski ekki á, þegar það var í tísku að vera leiðinlegur við Friðrik Ómar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 29 mín.
,