Fyrra líf Gunna Hilmars
Gunni Hilmars var einna helst þekktur sem tískumógúll þegar hann vaknaði á nýársmorgun 2016, staðráðinn í að byrja að semja tónlist. Hann virtist spretta upp úr engu, þessi fertugi, fullmótaði tónlistarmaður, en ferill Gunna í tónlist hófst reyndar mun fyrr, þegar hann fór ásamt vonarstjörnunni Davíð Traustasyni til London að taka upp plötu haustið 1991.
Framtíðin var björt en þegar til stóð að klára verkið mætti Davíð ekki á flugvöllinn og raunar hvarf með öllu.
Gunni stóð eftir með höfuð fullt af spurningum. Hvar var Davíð? Af hverju mætti hann ekki? Hvað yrði nú um tónlistardrauminn?
Umsjón: Gunnlaugur Jónsson