16:05
Zelenka í Skálholti
Zelenka í Skálholti

Hljóðritun frá tónleikum Barokkbandsins Brákar á tónlistarhátíðinni Sumartónleikum í Skálholtskirrkju 2023.

Á efnisská eru verk eftir tékkneska barokktónskáldið Jan Dismas Zelenka:

*Statio quadruplex pro Processione Theophorica ZWV 158 - frumfutningur á frumútgáfu verksins sem Jóhannes Ágústsson og Kjartan Ókskarsson fundu nýverið á bókasafni í Vínarborg.

*Páskakantatan Immisit Dominus pestilentiam, ZWV 58.

*Litanei Lauretanae “Consolatrix Affictorum“ ZWV 151.

Fram koma einsöngvararnir Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran, David Erler kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi ásamt Kammerkór Sumartónleika.

Stjórnandi og flautuleikari: Jana Semerádová.

Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.

Var aðgengilegt til 30. apríl 2024.
Lengd: 1 klst. 15 mín.
,