Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Lag Ingibjargar Þorbergs um páskaeggið fékk að hljóma fjórum sinnum í þessum 3ja tíma þætti sem þótti viðeigandi í tilefni dagsins! Fyrsti klukkutíminn var tileinkaður tónlist Gunnars Þórðarsonar en heimildaþættir um feril hans eru á dagskrá RUV. Svo fékk Þórir Baldursson viðeigandi afmæliskveðju auk þess sem hellingur af skemmtilegri tónlist fékk að óma, ekki síst íslensk.
Það er laglínan sem grípur þig en textinn sem heldur þér. Í þessu þætti fjalla fjölmargir ólíkir gestir um íslenska dægurlagatexta.
Umsjón: Vignir Egill Vigfússon.
Í þættinum er fjallað um sögur og raunveruleika í íslenskum dægurlögum. Sögur hafa alltaf verið áberandi í dægurlagatextum og eru íslenskir textar engin undantekning. Raunveruleikinn hefur verið fyrirferðameiri undanfarin misseri og þó nokkuð algengt að fólk semja um raunveruleikann í dag.
Viðmælendur í þættinum eru Sigurður Guðmundsson, Lovísa Árnadóttir, Magni Ásgeirsson, Sóli Hólm og Kristjana Stefánsdóttir.
Meðal laga sem viðmælendur völdu eru Einu sinni á ágústkvöldi, Er of seint að fá sér kaffi núna?, Grillið inn, Hafið er svart, Líttu sérhvert sólarlag, Bíólagið, Haustið ´75, Kóngur einn dag, Konan sem kyndir ofninn minn og Frá liðnu vori.
Útvarpsfréttir.
Fólki líður ekki vel með að vera einangrað dögum saman, segir Seyðfirðingur. Þaðan hefur verið ófært í þrjá sólarhringa og vegurinn yfir Fjarðarheiði verður ekki opnaður í dag. Hríðarveður gengur yfir norðanvert landið og fjallvegir eru víða lokaðir.
Visbendingar eru um að ferðamenn eyði meiru hér á landi en haldið hefur verið fram. Stór fyrirtæki í ferðaþjónustu eru ekki inni í tölum um greiðslukortanotkun ferðamanna. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta skekkja myndina.
Allra augu beinast að Istanbúl í borgarstjórnarkosningum í Tyrklandi í dag. Spennan snýst um það hvort andstæðingi Erdogans forseta takist að halda sæti borgarstjóra.
Biskup Íslands talaði um trúverðugleika og falsfréttir í síðustu páskadagsprédikun sinni í morgun. Forseti Íslands gerði samspil vísinda og trúar að umræðuefni í síðustu páskadagshugvekju sinni í Dómkirkjunni.
Bandarískur þingmaður er harðlega gagnrýndur fyrir að stinga upp á því að sömu aðferðum sé beitt á Gaza og í Japan í lok seinni heimsstyrjaldar. Sjálfur kveðst hann aðeins hafa verið að nota myndlíkingu.
Sumartími gekk í garð í Evrópu í nótt. Því fylgja bjartari sumarkvöld og aukinn tímamismunur milli Íslands og meginlandsins.
Umsjón: Ýmsir.
Þema Júlíu Margrétar Einarsdóttur í Sunnudagssögum í mars er heppni. Hún fær til sín ólíka viðmælendur sem öll hafa orðið fyrir láni í lífinu sem hefur haft áhrif á þau.
Dagur B. Eggertsson, læknir og núverandi formaður Borgarráðs, hefur nú stigið úr stóli borgarstjóra í Reykjavík. Hann segir frá æskunni, félagsmálaáhuganum sem hefur lengi brunnið innra með honum og frá því þegar misheppnuð hárlitun mágkonu hans varð hans mesta lán því í kjölfar hennar kynntist Dagur eiginkonu sinni.
Hann lítur stoltur um öxl en borgarstjóratíðin hefur líka einkennst af erfiðleikum. Hann rifjar upp áfallið sem fjölskyldan varð fyrir þegar skotið var að húsi hans og óvissuna sem fylgdi veikindunum þegar hann greindist með gigt.
Andrea Jónsdóttir í páskaskapi með hlustendum.
Jesus Christ Superstar kemur við sögu og sitthvað fleira páskalegt.
Gunni Hilmars var einna helst þekktur sem tískumógúll þegar hann vaknaði á nýársmorgun 2016, staðráðinn í að byrja að semja tónlist. Hann virtist spretta upp úr engu, þessi fertugi, fullmótaði tónlistarmaður, en ferill Gunna í tónlist hófst reyndar mun fyrr, þegar hann fór ásamt vonarstjörnunni Davíð Traustasyni til London að taka upp plötu haustið 1991.
Framtíðin var björt en þegar til stóð að klára verkið mætti Davíð ekki á flugvöllinn og raunar hvarf með öllu.
Gunni stóð eftir með höfuð fullt af spurningum. Hvar var Davíð? Af hverju mætti hann ekki? Hvað yrði nú um tónlistardrauminn?
Umsjón: Gunnlaugur Jónsson
Gunni fylgist með besta vini sínum stofna hljómsveitina Rauðir Fletir með hinum umdeilda Davíð úr The Voice. Þegar Rauðir Fletir hætta rugla Gunni og Davíð saman reytum.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Koma þurfti ferðalöngum á hátt í 200 bílum til aðstoðar í glórulausu veðri í Vatnsskarði á Norðurlandi. Björgunarsveitir hafa farið í fjölda útkalla í dag.
Starfsemi meirihluta fyrirtækja í Grindavík liggur niðri að öllu eða einhverju leyti. Verkefnastjóri segir að ekki hafi verið gert nóg til að leysa vanda þeirra.
Útflutningsverðmæti Lýsis til Indlands gæti tvöfaldast á næstu árum, þökk sé nýjum fríverslunarsamningi EFTA og Indlands. Forstjóri Lýsis segir mestu muna um að losna við skrifræði.
Meiri möguleikar eru nú en áður á að ráða í störf ríkisins óháð staðsetningu. Ný könnun sýnir að óstaðbundnum störfum geti fjölgað.
Siggi Gunnars spilar soul og jazz sem lyftir andanum á hátíðardögum.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunnars spilaði fjölbreytta tónlist sem á það sammerkt að „grúva“ á páskadegi.
Spiluð lög:
Mannakorn - Í rúmi og tíma
Carol King - Bitter With The Sweet
João Gilberto, Astrud Gilberto og Stan Getz - The Girl from Ipanema
Bebel Gilberto - The Real Thing
Quincy Jones - Oh, Happy Day
Incognito - Always There
Sly & The Family Stone - Everyday People
Tom Browne - Funkin' for Jamaica
Johnnie Taylor - What About My Love
Dina Ögon - Jag vil ha allt
Cookin' On 3 Burners - This Girl
Steely Dan - FM
Fréttastofa RÚV.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Kramið hjarta - Valgeir Guðjónsson
Trouble - Cage The Elephant
Lake Shore Drive - Aliotta Haynes Jeremiah
Dúddi rádd'okkur heilt - Stuðmenn
Et moi, et moi, et moi - Jacques Dutronc
Scooby Snacks - Fun Lovin' Criminals
Glory Days - Bruce Springsteen
If I Can Dream - Elvis Presley
Perlur og svín - Emilíana Torrini
Make Me Smile (Come Up And See Me) - Steve Harley
Divine - Sébastien Tellier
My Love Is Your Love - Whitney Houston
Sit Next To Me - Foster The People
This Is The Day - The The
Fools Gold - Stone Roses
Tennis Court - Lorde
Hand Of Fate - Rolling Stones
Everything Now - Arcade Fire
Praying For Time - George Michael
Good Thing - Fine Young Cannibals
More Than A Woman - Bee Gees
Borderline - Tame Impala
Modern Love - David Bowie
The Visitors - ABBA
Nobody But Me - Human Beinz
Hólmfríður Júlíusdóttir - Nýdönsk
Rock 'n' Roll Star - Oasis
Everybody Dance - CHIC
Allt sem ég þrái - Stjórnin
She Sells Sanctuary - The Cult
Spacer - Sheila
Pöddulagið - Todmobile
Never Let Me Down Again - Depeche Mode
Danger! High Voltage - Electric Six
You're My Heart You're My Soul - Modern Talking
Moss - GusGus
St. Elmos Fire - John Parr
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
KK rær út á Æðruleysinu, Dr. Spock semur sápuóperu, Mammút er með geimþrá, Ný Dönsk klifrar upp turninn og Memfismafían lætur til sín taka. FM Belfast heldur partý, Geirfuglarnir snúa aftur, Sálin fagnar 20 ára afmæli, Motion Boys dansa inn í hrunið, Steintryggur blandar tónlist úr öllum heimshornum en Baggalútur hefur það bara kósý.
Meðal viðmælenda í 36. þættinum, í öðrum hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2008, eru Kristján Kristjánsson, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Bragi Valdimar Skúlason, Katrína Mogensen, Alexandra Baldursdóttir, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Freyr Eyjólfsson, Halldór Gylfason, Þorkell Heiðarsson, Barði Jóhannsson, Óttarr Proppé, Arnar Þór Gíslason og Guðmundur Kristinn Jónsson.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
KK - Svona eru menn
KK - Á Æðruleysinu
KK - Bráðum vetur
KK - Í eigin vanmætti
KK - Kærleikur og tími
FM Belfast - Lotus
FM Belfast - Par Avion
FM Belfast - Underwear
Ný Dönsk - Náttúran
Ný Dönsk - Alla tíð
Esja - Slithering
Esja - Drinking & Driving
Sálin hans Jóns míns - Gott að vera til
Baggalútur - Kósíkvöld í kvöld
Baggalútur - Þjóðhátíð 93
Baggalútur - Stúlkurnar á Internetinu
Baggalútur - Laugardagskvöld
Mammút - Rauðilækur
Mammút - Geimþrá
Mammút - Svefnsýkt
Motion Boys - Lög úr Sigtinu
Motion Boys - Waiting to happen
Motion Boys - Hold me closer to your heart
Motion Boys - the Queen of Hearts
Motion Boys - Five 2 Love
Ultra Mega T.B Stefán - Story of a Star
Ultra Mega Technob.Stefán - 3D Love
Geirfuglarnir - Næstsíðasti Geirfuglinn
Geirfuglarnir - Hraðar
Bang Gang - The World Is Grey
Bang Gang - I Know You Sleep
Sverrir Bergmann - Wrong Side Of The Sun
Sverrir Bergmann - Afterlife
Steintryggur - Melur
Steintryggur - Myri
Steintryggur - Root
Dr Spock - Fálkinn
Dr Spock - Dr. Organ
Dr Spock - Sons Of Equador
Sigurður Guðmundsson & Memfismafían - Lady Fish & Chips
Sigurður Guðmundsson & Memfismafían - Ég er kominn heim
Sigurður Guðmundsson & Memfismafían - Kveðja