Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Bjarni Þór Bjarnason flytur.
Séra Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum ræðir í þessum þáttum við konur sem bjuggju á prestssetrum víðs vegar um landið á síðustu öld. Í viðtölum við konurnar sem flestar eru ekkjur presta, kemur fram mynd af íslenska dreifbýlinu um miðja 20. Öldina. Hægt er að nálgast þættina á hlaðvarpi Ríkisútvarpsins.
Í fyrsta þættinum segir séra Ágúst Sigurðsson almennt frá þáttunum og ræðir síðan við Guðrúnu Sigríði Jónsdóttur, ekkju séra Gríms Grímssonar.
Umsjón: Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum.
Aðstoð við dagskrárgerð Ævar Kjartansson.
Stef þáttarins er Sælir eru þeir eftir Inga T. Lárusson, leikið af Kristínu Axelsdóttur í Grímstungu á Hólsfjöllum.
Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík og einsöngvararnir Berit Norbakken sópran, Alex Potter kontratenór, Elmar Gilbertsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi flytja atriði úr öðrum og þriðja hluta óratórunnar Messías eftir Georg Friedrich Händel undir stjórn Harðar Áskelssonar.
(Hljóðritað á afmælistónleikum Mótettukórsins
Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík og einsöngvararnir Berit Norbakken sópran, Alex Potter kontratenór, Elmar Gilbertsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi flytja atriði úr öðrum og þriðja hluta óratórunnar Messías eftir Georg Friedrich Händel undir stjórn Harðar Áskelssonar.
(Hljóðritað á afmælistónleikum Mótettukórsins og Listvinafélagsins í Reykjavík árið 2022).
Dallas! Sjónvarpsþátturinn sem breytti miðvikudagskvöldum Íslendinga. Þátturinn sem sumir elskuðu og aðrir elskuðu að hata. Þátturinn sem breytti tungumálinu, sem samin voru lög um og allir töluðu um.
Hver skaut JR og afhverju var Bobby svona lengi í sturtu?
Hvers vegna urðu Íslendingar helteknir af olíubarónum með risastóra kúrekahatta í Texas?
Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Anna Marsibil Clausen og Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Í byrjun maí 1981 urðu miðvikudagskvöld Íslendinga ekki söm. Þá hófust sýningar á Dallas, sjónvarpsþætti sem hafði víðtæk áhrif á menningu og mannlíf næstu árin. Hvernig gátu bandarískir sjónvarpsþættir um drykkfellda, siðspillta fjölskyldu í Texas sameinað íslensku þjóðina í byrjun 9. áratugarins? Ýmsir höfðu áhyggjur af því að bólfarir og bras Ewing-fjölskyldunnar í Texas hefðu siðspillandi áhrif á saklausa Íslendinga og vildu hætta sýningum.
Viðmælendur: Halldór Gylfason, Hinrik Bjarnason, Arnar Eggert Thorodsen, Erla Ragnarsdóttir og Karl Ferdinand Thorarensen.
Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Anna Marsibil Clausen og Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Veðurstofa Íslands.
Fyrir 20 árum lét Atli Fannar Bjarkason sig dreyma um að starfa á fjölmiðlum. Hann flutti til Reykjavíkur með báðar hendur tómar og fékk tækifæri til að skrifa í dagblöð, ritstýra tímaritinu Monitor og koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann flutti líka fréttainnslög í Vikunni með Gísla Marteini og stofnaði sinn eigin fjölmiðil, Nútímann sem hann tengist ekkert í dag.
Draumurinn rættist sem sagt en þegar hann horfir til baka sér hann að á þessum tíma hafi hann oft verið með bölvuð leiðindi við fólk sem átti það ekkert endilega skilið. Í þessum þáttum hittir hann þetta fólk og leggur spilin á borðið.
Umsjón: Atli Fannar Bjarkason.
Ástæðan fyrir því að ég vildi hitta Friðrik Ómar, sem við heyrðum í hér á undan, var umfjöllun frá árinu 2006. Ég er ekki stoltur af þessari umfjöllun og hef stundum velt fyrir mér hvort hún hafi verið hluti af stærri mynd - eitthvað sem ég áttaði mig kannski ekki á, þegar það var í tísku að vera leiðinlegur við Friðrik Ómar.
Guðsþjónusta.
Dómkirkjan í Reykjavík.
Séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari.
Predikun: Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands,
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytur hugvekju.
Organisti og kórstjóri: Guðmundur Sigurðsson.
Dómkórinn syngur.
Fluttir eru Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar.
Fyrir predikun:
Forspil: Christ lag in Todesbanden, BWV 625 eftir Johann Sebastian Bach.
Sálmur 132: Sigurhátið sæl og blíð. Lag: J.B. Lully. Texti: Páll Jónsson.
Sálmur 138: Sjá ljóma yfir húmsins höf. Hjá C. Spangenberg 1568. Texti: Sigurbjörn Einarsson.
Sálmur 139: Í dauðans böndum Drottinn lá. Lag frá Wittenberr 1524. Texti: Martin Luther/Helgi Hálfdánarson.
Páskadagsmorgunn. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Valdimar Briem.
Eftir predikun:
Sálmur 136: Nú hljómi lofsöngs lag. Lag Jakob Regnart. Texti: Bjarni Jónsson.
Sálmur 137: Dauðinn dó en lífið lifir. Lag: Joachim Neander. Texti: Helgi Hálfdárnarson.
Eftirspil: Toccata í F dúr eftir Dietrich Buxtehude BuwWV 157.
Útvarpsfréttir.
Fólki líður ekki vel með að vera einangrað dögum saman, segir Seyðfirðingur. Þaðan hefur verið ófært í þrjá sólarhringa og vegurinn yfir Fjarðarheiði verður ekki opnaður í dag. Hríðarveður gengur yfir norðanvert landið og fjallvegir eru víða lokaðir.
Visbendingar eru um að ferðamenn eyði meiru hér á landi en haldið hefur verið fram. Stór fyrirtæki í ferðaþjónustu eru ekki inni í tölum um greiðslukortanotkun ferðamanna. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta skekkja myndina.
Allra augu beinast að Istanbúl í borgarstjórnarkosningum í Tyrklandi í dag. Spennan snýst um það hvort andstæðingi Erdogans forseta takist að halda sæti borgarstjóra.
Biskup Íslands talaði um trúverðugleika og falsfréttir í síðustu páskadagsprédikun sinni í morgun. Forseti Íslands gerði samspil vísinda og trúar að umræðuefni í síðustu páskadagshugvekju sinni í Dómkirkjunni.
Bandarískur þingmaður er harðlega gagnrýndur fyrir að stinga upp á því að sömu aðferðum sé beitt á Gaza og í Japan í lok seinni heimsstyrjaldar. Sjálfur kveðst hann aðeins hafa verið að nota myndlíkingu.
Sumartími gekk í garð í Evrópu í nótt. Því fylgja bjartari sumarkvöld og aukinn tímamismunur milli Íslands og meginlandsins.
Hörður Áskelson, fyrrverandi organisti og kantor Hallgrímskirkju til 39 ára, hlaut nýlega heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna. Í þættinum Um þig hljómar lofsöngur minn er rætt við Hörð um lífið í tónlistinni og jafnframt gripið niður í eldra efni úr safni Ríkisútvarpsins þar sem Hörður hefur verið gestur í gegnum tíðina.
Hörður Áskellsson starfaði við Hallgrímskirkju frá 1982 til 2021. Að loknu kirkjutónlistarnámi í Düsseldorf í Þýskalandi stofnaði hann Mótettukór Hallgrímskirkju og gegndi lykilhlutverki við uppbyggingu listalífs í Hallgrímskirkju og við val á Klais-orgeli kirkjunnar. Hann stóð að stofnun listvinafélags, Kirkjulistahátíðar og Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju svo eitthvað sé nefnt. Árið 1969 stofnaði Hörður svo kammerkórinn Schola Cantorum. Með kórunum tveimur hefur Hörður flutt flest helstu kórverk sögunnar og stjórnað frumflutningi margra verka fyrir kór og hljómsveit sem íslensk tónskáld hafa skrifað fyrir hann.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Ljósmynd af Herði: Dagur Gunnarsson
Allir hlutir eiga sér sögu. Friðgeir Einarsson fer oft í Góða hirðinn og veltir þá fyrir sér sögu hlutanna sem hann sér þar. Stundum rekst hann á hluti sem líta út fyrir að eiga ekki að vera þar, persónulega hluti sem hafa mögulega orðið viðskila við eiganda sinn fyrir slysni. Hvað er þá til ráða? Í þáttaröðinni Vondi hirðirinn gerir hann tilraun til að skila nokkrum slíkum munum til eigenda sinna.
Friðgeir tekur sér frí frá dagskrárgerð til að taka til í geymslunni en fær þá stórsnjalla hugmynd sem hann verður algjörlega gagntekinn af. Í þættinum heyrum við í Ragnari Ísleifi Bragasyni og Kristni Guðjónssyni.
Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið að nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var mikið áfall fyrir íbúa Grindavíkur. Þá neyddist heilt bæjarfélag til að yfirgefa heimili sín og samfélag. Slíku áfalli fylgja margar tilfinningar og við veltum þeim fyrir okkur í þessum þætti.
Í þættinum minnumst við einnig Lúðvíks Péturssonar, sem féll niður um sprungu í Grindavík 10. janúar þar sem hann vann við að fylla í jarðföll og sprungur sem þar höfðu myndast.
Viðmælendur: Elínborg Gísladóttir, Klara Halldórsdóttir, Emilía Ósk Jóhannesdóttir og María Elísabet Snorradóttir.
Þátturinn var unninn í samvinnu við fjölskyldu Lúðvíks Péturssonar.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hljóðritun frá tónleikum Barokkbandsins Brákar á tónlistarhátíðinni Sumartónleikum í Skálholtskirrkju 2023.
Á efnisská eru verk eftir tékkneska barokktónskáldið Jan Dismas Zelenka:
*Statio quadruplex pro Processione Theophorica ZWV 158 - frumfutningur á frumútgáfu verksins sem Jóhannes Ágústsson og Kjartan Ókskarsson fundu nýverið á bókasafni í Vínarborg.
*Páskakantatan Immisit Dominus pestilentiam, ZWV 58.
*Litanei Lauretanae “Consolatrix Affictorum“ ZWV 151.
Fram koma einsöngvararnir Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran, David Erler kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi ásamt Kammerkór Sumartónleika.
Stjórnandi og flautuleikari: Jana Semerádová.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Árið 1941 geisaði heimsstyrjöld en Íslendingar fóru í stafsetningarstyrjöld, eina af mörgum. Fyrsti dómurinn sem kveðinn var upp um að íslensk lög gengju gegn stjórnarskrá voru í máli sem snerist um stafsetningu. Í þættinum er Hrafnkötlumálið rifjað upp, þegar Íslendingar voru í stafsetningarstríði á síðum blaðanna, á Alþingi og fyrir dómstólum, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Koma þurfti ferðalöngum á hátt í 200 bílum til aðstoðar í glórulausu veðri í Vatnsskarði á Norðurlandi. Björgunarsveitir hafa farið í fjölda útkalla í dag.
Starfsemi meirihluta fyrirtækja í Grindavík liggur niðri að öllu eða einhverju leyti. Verkefnastjóri segir að ekki hafi verið gert nóg til að leysa vanda þeirra.
Útflutningsverðmæti Lýsis til Indlands gæti tvöfaldast á næstu árum, þökk sé nýjum fríverslunarsamningi EFTA og Indlands. Forstjóri Lýsis segir mestu muna um að losna við skrifræði.
Meiri möguleikar eru nú en áður á að ráða í störf ríkisins óháð staðsetningu. Ný könnun sýnir að óstaðbundnum störfum geti fjölgað.
Í þáttunum rannsökum við reiðina, hvernig hún birtist og hvernig eigi að túlka hana. Er reiðin alltaf slæm, getur hún gert gott og verður pláss fyrir reiði í framtíðarsamfélaginu?
Umsjón: Rósa María Hjörvar.
Tilfinningar hafa þannig í gegnum aldirnar verið nátengdar hættu, sjúkdómum og geta varðað við guðlast. En að sama skapi verið fullkomlega eðlilegur hluti af mannlegri tilveru. Það hefur því verið mjög mikilvægt að geta greint á milli tilfinninga og þannig skilgreina hvort þær séu hættulegar eður ei.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Hljóðritun frá sýningu Metrópólitan-óperunnar í New York 23. mars s.l.
Í aðalhlutverkum:
Júlía: Nadine Sierra.
Rómeó: Benjamin Bernheim.
Merkútíó: Will Liverman.
Bróðir Lárens: Alfred Walker.
Stefanó: Samantha Hankey.
Kór og hljómsveit Metrópólitan-óperunnar;
Yannick Nézet-Séguin stjórnar.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Veðurstofa Íslands.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var leikarinn, söngvarinn og leiðsögumaðurinn Örn Árnason. Hann þarf auðvitað vart að kynna eftir öll árin í Spaugstofunni, sem Afi á Stöð 2 og svo auðvitað allt annað sem hann hefur leikið á sviði og fyrir framan myndavélarnar. Ég man þá tíð er nafn á tónleikum þar sem hann og Jónas Þórir píanóleikari munu spila og syngja lög sem allir þekkja í Salnum í Kópavogi. En auðvitað sagði hann okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa udnanfarið. Örn talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Gönguleiðir á Reykjanesi e. Jónas Guðmundsson
Gönguleiðir á hálendinu e. Jónas Gumundsson
Kvæðasafn Einars Benediktssonar
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá andláti kólumbíska Nóbelshöfundarins Gabriel Garcia Marquez les umsjónarmaður hér úr einu stóru skáldsögu höfundarins sem ekki hefur komið út á íslensku. Sú heitir Haust patríarkans og fjallar um einræðisherra í ónefndu landi sem deyr eftir langa valdatíð og íbúar landsins, sem þora þó varla að treysta því að hann sé dauður, byrja að takast á við minninguna um feril hans. Stutt inngangsorð annarra skáldsagna lesa Pálmi Gestsson, Guðrún S. Gísladóttir, Hilmir Guðnason og Jóhann Sigurðarson.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Lag Ingibjargar Þorbergs um páskaeggið fékk að hljóma fjórum sinnum í þessum 3ja tíma þætti sem þótti viðeigandi í tilefni dagsins! Fyrsti klukkutíminn var tileinkaður tónlist Gunnars Þórðarsonar en heimildaþættir um feril hans eru á dagskrá RUV. Svo fékk Þórir Baldursson viðeigandi afmæliskveðju auk þess sem hellingur af skemmtilegri tónlist fékk að óma, ekki síst íslensk.
Það er laglínan sem grípur þig en textinn sem heldur þér. Í þessu þætti fjalla fjölmargir ólíkir gestir um íslenska dægurlagatexta.
Umsjón: Vignir Egill Vigfússon.
Í þættinum er fjallað um sögur og raunveruleika í íslenskum dægurlögum. Sögur hafa alltaf verið áberandi í dægurlagatextum og eru íslenskir textar engin undantekning. Raunveruleikinn hefur verið fyrirferðameiri undanfarin misseri og þó nokkuð algengt að fólk semja um raunveruleikann í dag.
Viðmælendur í þættinum eru Sigurður Guðmundsson, Lovísa Árnadóttir, Magni Ásgeirsson, Sóli Hólm og Kristjana Stefánsdóttir.
Meðal laga sem viðmælendur völdu eru Einu sinni á ágústkvöldi, Er of seint að fá sér kaffi núna?, Grillið inn, Hafið er svart, Líttu sérhvert sólarlag, Bíólagið, Haustið ´75, Kóngur einn dag, Konan sem kyndir ofninn minn og Frá liðnu vori.
Útvarpsfréttir.
Fólki líður ekki vel með að vera einangrað dögum saman, segir Seyðfirðingur. Þaðan hefur verið ófært í þrjá sólarhringa og vegurinn yfir Fjarðarheiði verður ekki opnaður í dag. Hríðarveður gengur yfir norðanvert landið og fjallvegir eru víða lokaðir.
Visbendingar eru um að ferðamenn eyði meiru hér á landi en haldið hefur verið fram. Stór fyrirtæki í ferðaþjónustu eru ekki inni í tölum um greiðslukortanotkun ferðamanna. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta skekkja myndina.
Allra augu beinast að Istanbúl í borgarstjórnarkosningum í Tyrklandi í dag. Spennan snýst um það hvort andstæðingi Erdogans forseta takist að halda sæti borgarstjóra.
Biskup Íslands talaði um trúverðugleika og falsfréttir í síðustu páskadagsprédikun sinni í morgun. Forseti Íslands gerði samspil vísinda og trúar að umræðuefni í síðustu páskadagshugvekju sinni í Dómkirkjunni.
Bandarískur þingmaður er harðlega gagnrýndur fyrir að stinga upp á því að sömu aðferðum sé beitt á Gaza og í Japan í lok seinni heimsstyrjaldar. Sjálfur kveðst hann aðeins hafa verið að nota myndlíkingu.
Sumartími gekk í garð í Evrópu í nótt. Því fylgja bjartari sumarkvöld og aukinn tímamismunur milli Íslands og meginlandsins.
Umsjón: Ýmsir.
Þema Júlíu Margrétar Einarsdóttur í Sunnudagssögum í mars er heppni. Hún fær til sín ólíka viðmælendur sem öll hafa orðið fyrir láni í lífinu sem hefur haft áhrif á þau.
Dagur B. Eggertsson, læknir og núverandi formaður Borgarráðs, hefur nú stigið úr stóli borgarstjóra í Reykjavík. Hann segir frá æskunni, félagsmálaáhuganum sem hefur lengi brunnið innra með honum og frá því þegar misheppnuð hárlitun mágkonu hans varð hans mesta lán því í kjölfar hennar kynntist Dagur eiginkonu sinni.
Hann lítur stoltur um öxl en borgarstjóratíðin hefur líka einkennst af erfiðleikum. Hann rifjar upp áfallið sem fjölskyldan varð fyrir þegar skotið var að húsi hans og óvissuna sem fylgdi veikindunum þegar hann greindist með gigt.
Andrea Jónsdóttir í páskaskapi með hlustendum.
Jesus Christ Superstar kemur við sögu og sitthvað fleira páskalegt.
Gunni Hilmars var einna helst þekktur sem tískumógúll þegar hann vaknaði á nýársmorgun 2016, staðráðinn í að byrja að semja tónlist. Hann virtist spretta upp úr engu, þessi fertugi, fullmótaði tónlistarmaður, en ferill Gunna í tónlist hófst reyndar mun fyrr, þegar hann fór ásamt vonarstjörnunni Davíð Traustasyni til London að taka upp plötu haustið 1991.
Framtíðin var björt en þegar til stóð að klára verkið mætti Davíð ekki á flugvöllinn og raunar hvarf með öllu.
Gunni stóð eftir með höfuð fullt af spurningum. Hvar var Davíð? Af hverju mætti hann ekki? Hvað yrði nú um tónlistardrauminn?
Umsjón: Gunnlaugur Jónsson
Gunni fylgist með besta vini sínum stofna hljómsveitina Rauðir Fletir með hinum umdeilda Davíð úr The Voice. Þegar Rauðir Fletir hætta rugla Gunni og Davíð saman reytum.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Koma þurfti ferðalöngum á hátt í 200 bílum til aðstoðar í glórulausu veðri í Vatnsskarði á Norðurlandi. Björgunarsveitir hafa farið í fjölda útkalla í dag.
Starfsemi meirihluta fyrirtækja í Grindavík liggur niðri að öllu eða einhverju leyti. Verkefnastjóri segir að ekki hafi verið gert nóg til að leysa vanda þeirra.
Útflutningsverðmæti Lýsis til Indlands gæti tvöfaldast á næstu árum, þökk sé nýjum fríverslunarsamningi EFTA og Indlands. Forstjóri Lýsis segir mestu muna um að losna við skrifræði.
Meiri möguleikar eru nú en áður á að ráða í störf ríkisins óháð staðsetningu. Ný könnun sýnir að óstaðbundnum störfum geti fjölgað.
Siggi Gunnars spilar soul og jazz sem lyftir andanum á hátíðardögum.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunnars spilaði fjölbreytta tónlist sem á það sammerkt að „grúva“ á páskadegi.
Spiluð lög:
Mannakorn - Í rúmi og tíma
Carol King - Bitter With The Sweet
João Gilberto, Astrud Gilberto og Stan Getz - The Girl from Ipanema
Bebel Gilberto - The Real Thing
Quincy Jones - Oh, Happy Day
Incognito - Always There
Sly & The Family Stone - Everyday People
Tom Browne - Funkin' for Jamaica
Johnnie Taylor - What About My Love
Dina Ögon - Jag vil ha allt
Cookin' On 3 Burners - This Girl
Steely Dan - FM
Fréttastofa RÚV.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Kramið hjarta - Valgeir Guðjónsson
Trouble - Cage The Elephant
Lake Shore Drive - Aliotta Haynes Jeremiah
Dúddi rádd'okkur heilt - Stuðmenn
Et moi, et moi, et moi - Jacques Dutronc
Scooby Snacks - Fun Lovin' Criminals
Glory Days - Bruce Springsteen
If I Can Dream - Elvis Presley
Perlur og svín - Emilíana Torrini
Make Me Smile (Come Up And See Me) - Steve Harley
Divine - Sébastien Tellier
My Love Is Your Love - Whitney Houston
Sit Next To Me - Foster The People
This Is The Day - The The
Fools Gold - Stone Roses
Tennis Court - Lorde
Hand Of Fate - Rolling Stones
Everything Now - Arcade Fire
Praying For Time - George Michael
Good Thing - Fine Young Cannibals
More Than A Woman - Bee Gees
Borderline - Tame Impala
Modern Love - David Bowie
The Visitors - ABBA
Nobody But Me - Human Beinz
Hólmfríður Júlíusdóttir - Nýdönsk
Rock 'n' Roll Star - Oasis
Everybody Dance - CHIC
Allt sem ég þrái - Stjórnin
She Sells Sanctuary - The Cult
Spacer - Sheila
Pöddulagið - Todmobile
Never Let Me Down Again - Depeche Mode
Danger! High Voltage - Electric Six
You're My Heart You're My Soul - Modern Talking
Moss - GusGus
St. Elmos Fire - John Parr
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
KK rær út á Æðruleysinu, Dr. Spock semur sápuóperu, Mammút er með geimþrá, Ný Dönsk klifrar upp turninn og Memfismafían lætur til sín taka. FM Belfast heldur partý, Geirfuglarnir snúa aftur, Sálin fagnar 20 ára afmæli, Motion Boys dansa inn í hrunið, Steintryggur blandar tónlist úr öllum heimshornum en Baggalútur hefur það bara kósý.
Meðal viðmælenda í 36. þættinum, í öðrum hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2008, eru Kristján Kristjánsson, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Bragi Valdimar Skúlason, Katrína Mogensen, Alexandra Baldursdóttir, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Freyr Eyjólfsson, Halldór Gylfason, Þorkell Heiðarsson, Barði Jóhannsson, Óttarr Proppé, Arnar Þór Gíslason og Guðmundur Kristinn Jónsson.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
KK - Svona eru menn
KK - Á Æðruleysinu
KK - Bráðum vetur
KK - Í eigin vanmætti
KK - Kærleikur og tími
FM Belfast - Lotus
FM Belfast - Par Avion
FM Belfast - Underwear
Ný Dönsk - Náttúran
Ný Dönsk - Alla tíð
Esja - Slithering
Esja - Drinking & Driving
Sálin hans Jóns míns - Gott að vera til
Baggalútur - Kósíkvöld í kvöld
Baggalútur - Þjóðhátíð 93
Baggalútur - Stúlkurnar á Internetinu
Baggalútur - Laugardagskvöld
Mammút - Rauðilækur
Mammút - Geimþrá
Mammút - Svefnsýkt
Motion Boys - Lög úr Sigtinu
Motion Boys - Waiting to happen
Motion Boys - Hold me closer to your heart
Motion Boys - the Queen of Hearts
Motion Boys - Five 2 Love
Ultra Mega T.B Stefán - Story of a Star
Ultra Mega Technob.Stefán - 3D Love
Geirfuglarnir - Næstsíðasti Geirfuglinn
Geirfuglarnir - Hraðar
Bang Gang - The World Is Grey
Bang Gang - I Know You Sleep
Sverrir Bergmann - Wrong Side Of The Sun
Sverrir Bergmann - Afterlife
Steintryggur - Melur
Steintryggur - Myri
Steintryggur - Root
Dr Spock - Fálkinn
Dr Spock - Dr. Organ
Dr Spock - Sons Of Equador
Sigurður Guðmundsson & Memfismafían - Lady Fish & Chips
Sigurður Guðmundsson & Memfismafían - Ég er kominn heim
Sigurður Guðmundsson & Memfismafían - Kveðja