Dallas: Olía, ástir og undirferli

Fyrri þáttur

Í byrjun maí 1981 urðu miðvikudagskvöld Íslendinga ekki söm. Þá hófust sýningar á Dallas, sjónvarpsþætti sem hafði víðtæk áhrif á menningu og mannlíf næstu árin. Hvernig gátu bandarískir sjónvarpsþættir um drykkfellda, siðspillta fjölskyldu í Texas sameinað íslensku þjóðina í byrjun 9. áratugarins? Ýmsir höfðu áhyggjur af því bólfarir og bras Ewing-fjölskyldunnar í Texas hefðu siðspillandi áhrif á saklausa Íslendinga og vildu hætta sýningum.

Viðmælendur: Halldór Gylfason, Hinrik Bjarnason, Arnar Eggert Thorodsen, Erla Ragnarsdóttir og Karl Ferdinand Thorarensen.

Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.

Ritstjórn og samsetning: Anna Marsibil Clausen og Gígja Hólmgeirsdóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Frumflutt

20. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Dallas: Olía, ástir og undirferli

Dallas: Olía, ástir og undirferli

Dallas! Sjónvarpsþátturinn sem breytti miðvikudagskvöldum Íslendinga. Þátturinn sem sumir elskuðu og aðrir elskuðu hata. Þátturinn sem breytti tungumálinu, sem samin voru lög um og allir töluðu um.

Hver skaut JR og afhverju var Bobby svona lengi í sturtu?

Hvers vegna urðu Íslendingar helteknir af olíubarónum með risastóra kúrekahatta í Texas?

Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.

Ritstjórn og samsetning: Anna Marsibil Clausen og Gígja Hólmgeirsdóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Þættir

,