07:03
Morgunvaktin
Grindavík, Narva og skoðun Jónasar frá Hriflu á skyldunámsefni 1954
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, var fyrsti gestur þáttarins. Spjallað var um málefni Grindavíkur og Grindvíkinga vítt og breitt; um aðgerðir sem gripið hefur verið til, ástand mála, verkefni bæjarstjórnar og framtíðina.

Björn Malmquist fréttamaður talaði frá Tallin. Fulltrúar tíu ríkja ræða um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum í eistnesku höfuðborginni í dag og á morgun. Björn heimsótti í gær borgina Narva sem er austast í Eistlandi, alveg við landamærin að Rússlandi. Hann sagði frá lífinu þar og spjallaði við landamæravörð.

Lesin var grein Jónasar frá Hriflu sem birtist í Alþýðublaðinu í desember 1954. Jónas fann námsefni því sem ungmennir voru skyldug til að læra allt til foráttu; sagði það erfitt og gagnslaust og gera að verkum að krökkunum leiddist í skólanum og leiddust út í drykkju og lestur glæpasagna (mátti ekki á milli sjá hvort honum þótti verra).

Tónlist:

Baujuvaktin - Smárakvartettinn,

Fossarnir - Smára kvartettinn,

Hús númer eitt - Una Stefánsdóttir og Stefán S. Stefánsson,

Isn't this a lovely day - Louis Armstrong og Ella Fitzgerald,

Cheek to cheek - Louis Armstrong og Ella Fitzgerald.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-16

Una Stefánsdóttir, Stefán S. Stefánsson - Hús númer eitt.

Armstrong, Louis, Fitzgerald, Ella - Isn't this a lovely day.

Armstrong, Louis, Fitzgerald, Ella - Cheek to cheek.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,