18:00
Kvöldfréttir
Verðhækkanir um áramót, al-Assad segir hryðjuverkamenn ráða Sýrlandi og skipulagsmál í Breiðholti
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Kjöt, grænmeti, súkkulaði og kaffi hefur hækkað og búast má við frekari verðhækkunum um áramótin. Framkvæmdastjóri Príss segir að verslanir og neytendur verði að berjast á móti.

Fyrrverandi Sýrlandsforseti segir að hryðjuverkamenn stjórni nú landinu. Assad hefur rofið þögnina, ekkert hafði heyrst frá honum síðan hann flúði frá Sýrlandi til Rússlands.

Eðlilegt hefði verið að borgin léti næstu granna vöruhúss sem rís í Breiðholti vita þegar hætt var við að stalla húsið og farið í fulla vegghæð segir fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar og skipulagsfræðingur.

Íbúum og fyrirtækjum í grennd við Svartsengi er ráðlagt að búa sig undir skort á heitu vatni og rafmagni. Hraunkæling hefur reynst vel til að vernda mikilvæga innviði.

Er aðgengilegt til 16. desember 2025.
Lengd: 10 mín.
,