18:30
Hvað ertu að lesa?
Einstakt jólatré og jólabókaflóðið á Grundarfirði
Hvað ertu að lesa?

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann

Nú nálgast jólin og við höldum ótrauð áfram að undirbúa okkur. Í þessum þætti segir Embla frá nokkrum jólabókum sem er tilvalið að lesa yfir hátíðarnar og Benný Sif segir okkur frá jólabókinni sinni: Einstakt jólatré. Svo heyrum við í bókaormum á Grundarfirði sem spurðu rithöfunda spjörunum úr og fjölluðu um nýútkomnar bækur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 17 mín.
,