Flugur

Jólasöngvar á íslensku

Dregin eru fram nokkur jólalög sem komu út á hljómplötum á árunum 1964 til 1984. Flest lögin eru eftir erlenda höfunda en allir textar á íslensku. Lögin sem hljóma í þættinum eru Undrastjarna með Hljómum, Sérð þú það sem ég með Einari Júlíussyni, Alltaf um jólin með Þuríði Sigurðardóttur, Snæfinnur snjókarl með Björgvini Halldórssyni, Jólasveinninn minn með Hljómum, Gefðu mér gott í skóinn með Maríu Baldursdóttur, Hátíð í með Agli Ólafssyni, Hin eilífa frétt með Ríó tríói, Glitra ljósin með Svanhildi Jakobsdóttur, Stjarna stjörnum fegri með Guðmundi Jónssyni, Jólakötturinn með Ingibjörgu Þorbergs, Hvít jól með Björgvini Halldórssyni, Jólasveinninn minn með Elly Vilhjálms og Jólakvöld með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

16. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,