Lögin í þættinum eiga það sameiginlegt að hafa orðið til í Detroit í Bandaríkjunum og komið út hjá þeim plötumerkjum sem Berry Gordy starfrækti, Motown, Tamla og Gordy Records. Lögin eru flutt á ensku og íslensku. Hjálmar flytja lagið Gakktu alla leið og The Temptations flytja lagið Don't Look Back og My Girl. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur lagið Maíkvöld, Marvin Gaye og Mary Wells syngja saman í laginu Once Upon a Time og Björgvin Halldórsson og Sigríður Beinteinsdóttir syngja íslenska gerð lagsins sem nefnist Alein. Marvin Gaye syngur How Sweet it is to be Loved by You og Geir Ólafsson syngur Skotinn í þér. Supremes syngja lagið Stop! In the name of love og Barði Jóhannsson í Bang Gang syngur sama lag, sem og Ruth Reginalds, sem syngur lagið undir nafninu Oft er ég einmana.