Flugur

Lög af 5 plötum sem Spilverks liðar komu að 1978

Meðlimir Spilverks þjóðanna, einn eða fleiri, tóku þátt í gerð fimm hljómplatna árið 1978. Leikin eru lög af þessum plötum. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur Einskonar ást og Alein með Brunaliðinu, Sigurður Bjóla syngur í laginu Ísland og Valgeir Guðjónsson syngur í laginu Græna byltingin með Spilverki þjóðanna. Egill Ólafsson syngur með Hinum íslenska Þursaflokki lögin Nútiminn og Einsetumaður einu sinni. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur með Ljósunum í bænum lagið Eplajazz og Egill Ólafsson syngur með sömu hljómsveit lagið Mamma og pabbi taka ekki eftir. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur lagið Lambeth Walk og Egill Ólafsson syngur lagið Maðurinn hennar Jónínu hans Jóns, en bæði lögin komu út á revíuplötunni Þegar mamma var ung. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

11. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,