Lögin sem heyrast í þessum þætti eiga það sameignlegt að vera endurgerðir eða ábreiður eins og slík lög eru stundum nefnd. Páll Óskar syngur lagið Yndislegt líf (What a wonderful world), Ellen Kristjánsdóttir lagið Gráttu úr þér augun (Cry me a river), Bubbi Morthens syngur lagið Síðasti dansinn, Anna Halldórsdóttir lagið Kata rokkar og Sigursteinn Hákonarson og Andrea Gylfadóttir syngja lagið Angelía. Helgi Pétursson flytur lagið Syng ég þér blús (Singin' the blues), Bogomil Font og Millarnir flytja lagið Á skíðum skemmti ég mér, Stefán Hilmarsson syngur um Helgu, Erna Gunnarsdóttir syngur lag sem heitir Vinurinn (Ben), Bergþór Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson syngja saman lagið Kannski er ástin (Perhaps Love) og Ragnar Bjarnason lagið Allar mínar götur. Umsjón: Jónatan Garðarsson.