Flugur

Tónlistarkonan Susan Tedeschi

Bandaríska söngkonan og gítarleikarinn Susan Tedeschi var ekki gömul þegar hún stóð fyrst á sviði. Hún er frá Boston og útskrifaðist úr Berklee tónlistarskólanum árið 1990 þegar hún var 20 ára. Fljótlega eftir það stofnaði hún eigin hljómsveit og fékk plötusamning. Fyrsta platan var gefin út árið 1995 og í þættinum verða leikin lög sem hún hefur hljóðritað frá 1995 til 2008. Í næsta þætti verður sagt frá hljómsveitinni Tedeschi Trucks Band sem Susan Tedeschi stýrir ásamt eiginmanni sínum Derek Trucks. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

27. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,