Flugur

Herbert Guðmundsson syngur nokkur lög með Tilveru og Eik

Herbert Guðmundsson varð þekktur þegar hann söng með hljómsveitinni Tilveru. Nýlega fundust hljóðupptökur úr sjónvarpsþætti frá árinu 1971, en þáttur er ekki lengur til í safni RÚV. Þar syngur Herbert með Tilveru lögin Children's Heritage, Mr. Great, Peace, One of Us og Come Away Melinda. Einnig eru leikin lög úr sjónvarpsþætti sem Herbert gerði með hljómsveitinni Eik árið 1975. Lögin heita Reflection, You and I, Daytime Girl og Twenty One. Lokalagið er Lagið um veginn sem kom út á fyrstu stóru plötu Herberts árið 1977 sem heitir Á ströndinni.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

27. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,