14:03
Sígild og samtímatónlist
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Tónlistin í þættinum:

Litli kór Kársnessskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, lagið Kisa, eftir Jón Ásgeirsson, textinn er þjóðkvæði. Marteinn Hunger Friðriksson leikur með á píanó.

Borodin-strengjakvartettinn leikur Strengjakvakvartett nr. 8 í c-moll op. 110 eftir Dmitríj Shostakovitsj.

Verkið er í 5 þáttum:

I. Largo - attacca

II. Allegro molto - attacca

III. Allegretto - attacca

IV. Largo - attacca

V. Largo

(Meðlimir Borodin strengjakvartettsins eru: Rostislav Dubinsky, fiðla; Yaroslav Aleksandrov, fiðla; Dimitri Shebalin, víóla; Valentin Berlinsky, selló)

Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, Bæn, lag Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Hljóðritað í Hallgrímskirkju 15.-15. nóvember 2017.

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ballettverkið Eldur eftir Jórunni Viðar. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt í Eldborgarsal Hörpu, 31. ágúst 2018.

Jessye Norman syngur, Daniel Barenboim leikur á píanó. Þau flytja ljóð úr ljóðaflokkinum 5 Lieder WoO post. 22 (Ophelia-Lieder) eftir Johannes Brahms við texta eftir William Shakespeare í þýskri þýðingu eftir August Wilhelm von Schlegel.

Söngljóðin sem hljóma eru:

2. Sein Leichenhemd, weiss wie Schnee

3. Auf morgen ist St. Valentins Tag

4. Sie trugen ihn auf der Bahre bloss

5. Und kommt er nicht mehr zurück?

Dietrich Fischer-Dieskau barítón syngur, Daniel Barenboim leikur á píanó. Þeir flytja Frühlingstrost, fyrsta ljóðið úr Lieder und Gesänge op. 63 eftir Johannes Brahms.

Mstislav Rostropovitsj leikur fyrsta þátt, Moderato úr Sellókonserti í C-dúr eftir Franz Joseph Haydn ásamt Ensku Kammersveitinni. Stjórnandi er Benjamin Britten.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,