Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Gylfi Ólafsson sagði okkur frá Fossavatnsgöngunni, sem fer fram á laugardaginn. Gangan er elsta skíðagöngumót Íslands.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Tollamálin voru rædd, sömuleiðis kosningar framundan í bæði Kanada og Ástralíu og ný ríkisstjórn í Þýskalandi.
Heimilisfriður er meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Þar starfar Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur, og hann sagði frá starfseminni. Hátt í 300 manns koma þangað nýir á hverju ári, og meðferðin hefur gagnast vel.
Í síðasta hluta þáttarins kom til okkar Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, og ræddi um Hallgrímskirkju og lestur Passíusálmanna þar á föstudaginn langa.
Tónlist:
Benjamín Gísli Tríó - Line of Thought.
Benjamín Gísli Tríó - Simba.
Benjamín Gísli Tríó - Rökkur.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Hrefna Sigfinnsdóttir er framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Hún vann hjá afa sínum og ömmu á skrúfubarnum í BYKO og kynntist á Stuðmannaballi á Selfossi og er þakklát mentorum sínum og samferðafólki

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Á morgun standa Landssamtökin Þroskahjálp og diplómanám HÍ fyrir málþingi þar sem fatlað fólk er í aðalhlutverki. Yfirskrift málþingsins er „Hvað um okkur?“ Þar verða flutt erindi og svo fer fram óformlegt sófaspjall þar sem fólk með fötlun deilir sinni reynslu úr atvinnulífinu, menntun, aðgengismálum og bara lífinu sjálfu. Það eru hindranir og áskoranir á öllum þessum sviðum og þau sem upplifa þær daglega eru auðvitað best í því að miðla því hverjar þær eru. Hekla Björk Hólmarsdóttir og Jóhanna Brynja Ólafsdóttir komu í þáttinn og sögðu frá sinni reynslu og með þeim kom Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Fyrirtækið Livefood ehf. var stofnað í nóvember 2019 með það að markmiði að framleiða hágæða íslenska grænkera osta. Livefood festi kaup á iðnaðarhúsnæði í Hveragerði sem hefur aðgengi að jarðvarma þar sem þau rækta mikið af því hráefni sem notað er í þeirra vörur. Kartöfluostar eru sérstaða ostanna, eða ástanna, og þróunarvinna hefur staðið í langan tíma þar sem áherslan var lögð á að geta framleitt plöntuost úr íslensku hráefni. Þessa osta er hægt að rífa, sneiða, smyrja og bræða og við fengum Erlend Eiríksson ástagerðarmeistara og Ingólf Þór Tómasson, viðskiptafélaga hans til að segja okkur allt um þetta ævintýri í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Toggi, Þorgrímur Haraldsson og Páll Óskar Hjálmtýsson)
Samferða / Mannakorn (Magnús Eiríksson
Þusund sinnum segðu já / Our Lives og Toggi (Rúnar Þórisson, Rafn Jónsson, Helgi Björnsson og Örn Jónsson, texti Helgi Björnsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Evrópusambandið ætlar að fresta því að hækka tolla á bandarískar vörur, eftir kúvendingu Bandaríkjaforseta í gærkvöld - en áfram verður unnið að undirbúningi tollahækkana, náist ekki að semja innan þriggja mánaða.
Frestun á gildistöku tollanna kom ráðgjöfum forsetans í opna skjöldu. Ótti við fjármálakreppu er talinn hafa ráðið ákvörðuninni. Dósent í viðskiptafræði líkir yfirlýsingunum við jójó.
Hryðjuverkaógn á Íslandi hefur aukist lítillega að mati greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Ógn er talin stafa fyrst og fremst af ofbeldissinnuðum mönnum, í litlum hópum, eða einum síns liðs, sem sæki hvatningu í hægri öfga áróður .
Atvinnuráðherra segir ekki standa til að bakka með veiðigjald þrátt fyrir þráláta og harða gagnrýni frá stjórnarandstöðunni á þingi.
Greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólga aukist lítillega milli mánaða.
Matvælastofnun ætlar sjálf að meta hvort snjóflóð gætu valdið því að lax slyppi úr fyrirhuguðum eldissvæðum í Seyðisfirði. Yfir 13 þúsund manns mótmæla eldinu.
Vel var tekið á móti Höllu Tómasdóttur forseta í Þrándheimi í morgun. Hún leit við í háskólanum þar sem hún talaði við íslenska nemendur.
Ísland getur í kvöld tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Það yrði þriðja stórmót liðsins í röð. Eins og í gærkvöld verður leikið við Ísrael fyrir luktum dyrum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar nú tvo leiki við ísraelska landsliðið um laust sæti á heimsmeistaramóti sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í haust. Íþróttafréttamennirnir Valur Páll Eiríksson og Einar Örn Jónsson segja öskrandi tvískinnung að Rússum sé vísað úr alþjóðlegum íþróttamótum á meðan Ísrael fær að taka þátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag er Samfélagið á UTmessunni í Hörpu, þar sem tækni- og tölvufólk messar yfir hvert öðru um allt það helsta í heimi tækninnar. Við ræðum við hina og þessa, meðal annars um gervigreind, sem er ansi plássfrek á UTmessunni, gagnaflækjur, heilbrigðistækni, upplýsingatæknilögfræði, nýjar kynslóðir þráðlauss nets og frelsi frá vinnu.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Héðins Halldórssonar er Kristín Marja Baldursdóttir, rithöfundur.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Meiri mold, meiri mold! (Ísland)
Tröllin sem reyndu að stela Færeyjum (Færeyjar)
Skarfurinn og æðarfuglinn (Færeyjar)
Kókoshnetutréð (Pólýnesía)
Leikraddir:
Adam Ernir Níelsson
Andri Már Helgason
Helgi Már Halldórsson
Sigurður Ingi Einarsson
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Hlustendum veitt innsýn í efnisskrá tónleika kvöldsins.

Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Á morgun standa Landssamtökin Þroskahjálp og diplómanám HÍ fyrir málþingi þar sem fatlað fólk er í aðalhlutverki. Yfirskrift málþingsins er „Hvað um okkur?“ Þar verða flutt erindi og svo fer fram óformlegt sófaspjall þar sem fólk með fötlun deilir sinni reynslu úr atvinnulífinu, menntun, aðgengismálum og bara lífinu sjálfu. Það eru hindranir og áskoranir á öllum þessum sviðum og þau sem upplifa þær daglega eru auðvitað best í því að miðla því hverjar þær eru. Hekla Björk Hólmarsdóttir og Jóhanna Brynja Ólafsdóttir komu í þáttinn og sögðu frá sinni reynslu og með þeim kom Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Fyrirtækið Livefood ehf. var stofnað í nóvember 2019 með það að markmiði að framleiða hágæða íslenska grænkera osta. Livefood festi kaup á iðnaðarhúsnæði í Hveragerði sem hefur aðgengi að jarðvarma þar sem þau rækta mikið af því hráefni sem notað er í þeirra vörur. Kartöfluostar eru sérstaða ostanna, eða ástanna, og þróunarvinna hefur staðið í langan tíma þar sem áherslan var lögð á að geta framleitt plöntuost úr íslensku hráefni. Þessa osta er hægt að rífa, sneiða, smyrja og bræða og við fengum Erlend Eiríksson ástagerðarmeistara og Ingólf Þór Tómasson, viðskiptafélaga hans til að segja okkur allt um þetta ævintýri í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Toggi, Þorgrímur Haraldsson og Páll Óskar Hjálmtýsson)
Samferða / Mannakorn (Magnús Eiríksson
Þusund sinnum segðu já / Our Lives og Toggi (Rúnar Þórisson, Rafn Jónsson, Helgi Björnsson og Örn Jónsson, texti Helgi Björnsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við ræðum hagræðingaraðgerðir í Kópavogu við Andra Stein Hilmarsson bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa Pírata.
Við höldum áfram að ræða umræðu um aðild Íslands að Evrópusambandinu en í fréttum í gær var það nefnt að ríkisstjórnin ætli ekki að taka opinbera afstöðu til málsins áður en til atkvæðagreiðslunnar kemur -en vill styðja við upplýsingagjöf til almennings. Og þá nefndi forsætisráðherra að verið væri að skoða hvort það eigi að fara í fjárveitingu til að styrkja málstofur og umræðu því umræðan þyrfti að vera málefnaleg og sanngjörn. En getur ríkið með fjármagni tryggt slíkt? Við ræðum við Andrés Jónsson, almannatengil.
Róbert Farestveit, aðalhagfræðingur ASÍ, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram að ræða afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, ræðir við okkur um sögulegt samhengi sniðgangna og mótmæla í íþróttum í ljósi leikja Íslands og Ísrael í handboltanum.
Fer minni okkar og heilaheilsu raunverulega hrakandi? Á hið umtalaða heilaþrot eða brainrot stoð í raunveruleikanum? Hvað getum við gert til að vinna gegn þeirri þróun? Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Sérfræðingur í klínískri sálfræði og stofnandi heilaheilsu ræðir við okkur um það.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrum af manninum sem segir að Robert Smith, söngvari The Cure hafi reynt að fara í sleik við hann, Við heyrðum einnig um þrjá listamenn sem hafa náð öðru sæti á bandaríska vinsældarlistanum en listamenn sem koveruðu þeirra lög náðu toppsætinu.
Við heyrðum um tvær risa hip hop plötur sem komu út þennan dag árið 1990 og margt annað skemmtilegt.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-10
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON OG MEMFISMAFÍAN - Þitt auga.
U2 - Beautiful Day.
ARCADE FIRE - No Cars Go.
DAVID BOWIE & PAT METHENY - This Is Not America.
My Morning Jacket - Time Waited.
Gladys Knight and The Pips - Midnight Train To Georgia.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
Fleet Foxes, Cyrus, Noah - Don't Put It All On Me.
St. Vincent - DOA (From Death of a Unicorn).
Birnir - LXS.
STJÓRNIN - Allt sem ég þrái.
ENIGMA - Return To Innocence.
Inspector Spacetime - Hlaupasting.
THE CULT - Edie (Ciao Baby).
Haim hljómsveit - Relationships.
Bríet - Hann er ekki þú.
Pulp - Common people.
THE CURE - Close To Me RMX.
BLINK 182 - I miss you.
Coldplay - Feelslikeimfallinginlove.
Skriðjöklar - Bíllinn minn og ég.
Lizzo - Still Bad.
BYRDS - Mr. Tambourine Man.
MANFRED MANN - Blinded by the light.
Laufey - Silver Lining.
DEEE-LITE - Groove is in the heart.
Fleet Foxes, Cyrus, Noah - Don't Put It All On Me.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
A TRIBE CALLED QUEST - Can I Kick It.
GEORGE MICHAEL - Outside.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
CeaseTone - Only Getting Started.
Caldwell, Bobby - What You Won't Do For Love.
DEPECHE MODE - I Feel You.
Kári Egilsson - One Last Goodbye - Kynning (Plata vikunnar vika 14 2025).
Kári Egilsson - One Last Goodbye.
MADONNA - Hung Up.
BEASTIE BOYS - Get it together.
Chappell Roan - The Giver.
ÁSGEIR TRAUSTI - Nýfallið regn.
Fjöll - Holur.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Evrópusambandið ætlar að fresta því að hækka tolla á bandarískar vörur, eftir kúvendingu Bandaríkjaforseta í gærkvöld - en áfram verður unnið að undirbúningi tollahækkana, náist ekki að semja innan þriggja mánaða.
Frestun á gildistöku tollanna kom ráðgjöfum forsetans í opna skjöldu. Ótti við fjármálakreppu er talinn hafa ráðið ákvörðuninni. Dósent í viðskiptafræði líkir yfirlýsingunum við jójó.
Hryðjuverkaógn á Íslandi hefur aukist lítillega að mati greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Ógn er talin stafa fyrst og fremst af ofbeldissinnuðum mönnum, í litlum hópum, eða einum síns liðs, sem sæki hvatningu í hægri öfga áróður .
Atvinnuráðherra segir ekki standa til að bakka með veiðigjald þrátt fyrir þráláta og harða gagnrýni frá stjórnarandstöðunni á þingi.
Greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólga aukist lítillega milli mánaða.
Matvælastofnun ætlar sjálf að meta hvort snjóflóð gætu valdið því að lax slyppi úr fyrirhuguðum eldissvæðum í Seyðisfirði. Yfir 13 þúsund manns mótmæla eldinu.
Vel var tekið á móti Höllu Tómasdóttur forseta í Þrándheimi í morgun. Hún leit við í háskólanum þar sem hún talaði við íslenska nemendur.
Ísland getur í kvöld tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Það yrði þriðja stórmót liðsins í röð. Eins og í gærkvöld verður leikið við Ísrael fyrir luktum dyrum.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.