16:05
Bara bækur
Bakgrunnurinn, Draugamandarínur og Þyngsta frumefnið
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þrjár nýjar, vænar og grænar ljóðabækur í þætti dagsins.

Alda Björk segir frá og les upp úr nýjustu ljóðabókinni sinni, Bakgrunninum, sem er jafnframt fyrsta bókin í nýrri ritröð KIND-útgáfu.

Draugamandarínur er fyrsta ljóðabók Birgittu Bjargar Guðmundsdóttur, við ræðum um efni bókarinnar, mandarínuberki, tekknóbreik og röntgengeisla og hún les upp nokkur ljóð.

Jón Kalman Stefánsson var að senda frá sér fimmtu ljóðabókina sína, Þyngsta frumefnið, sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jón Kalman verður gestur þáttarins og ræðir við mig um ljóðin og skáldskapinn.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,