Formlegar viðræður eru hafnar milli fimm flokka til vinstri um myndun meirihluta í borgarstjórn. Enginn oddvitanna segist gera kröfu um borgarstjórastólinn.
Samninganefndir framhaldsskólakennara funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag, og næsti fundur er áætlaður á morgun. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir allt reynt til að koma í veg fyrir verkföll.
Samgöngustofu hefur borist beiðni um undanþágu frá lokun austur-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar vegna sjúkraflugs í hæsta forgangsflokki.
Orkumálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að koma framkvæmdum við Hvammsvirkjun af stað eftir að héraðsdómur felldi framkvæmdaleyfi úr gildi.
Leðtogar Egyptalands og Jórdaníu sendu í dag frá sér yfirlýsingu um sameiginlega afstöðu þeirra í málefnum Gaza og Palestínumanna
Verulegar breytingar hafa orðið á framleiðslu og sölu ólíkra kjöttegunda og er meira selt af hrossakjöti en minna framleitt af kindakjöti sem færri kaupa en áður.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir