Kveikur

Barnavernd og Gravitas

Í fyrri hluta Kveiks verður rakið mál, sem virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Barnaverndarstofu í fyrra. Í kjölfar athugunar á því máli var haldinn fundur síðastliðið haust þar sem Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var meðal annars kynnt mögulega yrði nefndin áminnt fyrir ítrekuð brot á lögum og reglum um góða meðferð barnaverndarmála. Í síðari hluta þáttarins skoðum við offituaðgerðir sem framkvæmdar eru af fyrirtækinu Gravitas en tvær konur dóu nýverið eftir magaermaraðgerð hjá fyrirtækinu. Lítið eftirlit er haft með starfsemi sem þessari.

Frumsýnt

27. mars 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kveikur

Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Brynja Þorgeirsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Árni Þór Theodórsson.

Þættir

,