Kveikur

Kannabis og ljósleiðari

Kveikur heimsækir í fyrri hluta þáttar verksmiðju á höfuðborgarsvæðinu þar sem kannabis er ræktað í atvinnuskyni. Einn af þeim sem stendur þeirri ræktun veitir viðtal um starfsemina. Við heimsækjum gróðurverslun og fáum leiðbeiningar um hvaða búnað við þurfum til rækta kíló af kannabisefnum. Seinna efnið í Kveik er af allt öðrum toga. Flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa orðið varir við lagningu ljósleiðara - og sums staðar eru þeir tveir, bæði frá Mílu og Gagnaveitunni. Við förum yfir ljósleiðaravæðinguna, hvað hún þýðir fyrir neytendur, á hverju rígurinn og stöðug málaferli milli fyrirtækjanna byggist.

Frumsýnt

20. feb. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kveikur

Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Brynja Þorgeirsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Árni Þór Theodórsson.

Þættir

,