ok

Kastljós

Metnotkun á heitu vatni, þriðja vaktin, frumkvöðull í ljósmyndun

Fimbulkuldi hefur verið undanfarnar vikur og ef spár ganga eftir stefnir í eitt mesta kuldakast það sem af er öldinni. Aldrei hefur meira vatn runnið um hitaveitukerfi höfuðborgarsvæðisins. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, segir að þótt kerfið anni álaginu vel núna þurfi að nýta heita vatnið á skilvirkari hátt í framtíðinni. Heitavatnsnotkun sé ekki að minnka á fámennari heimilum líkt og rafmagnsnotkun.

Þriðja vaktin er hugtak sem hefur verið að ryðja sér til rúms en það lýsir hinu hugræna álagi sem fylgir því að annast skipulag og verkstjórn heimilislífsins; hlutverk sem lendir oft á konum. Þorsveinn V. Einarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, og Fríða Thoroddsen, formaður jafnréttisnefndar VR, ræddu þriðju vaktina, meðvitund um hana og mikilvægi þess að deila álaginu.

Anna Schiöth er talin vera ein af merkustu ljósmyndurum Íslands. Hún rak fyrstu ljósmyndastofu Akureyrar en gerði það að vísu í skugga eiginmanns síns. Nú er hægt að skoða myndir hennar og annarra frumkvöðla í ljósmyndun á Minjasafninu á Akureyri.

Frumsýnt

15. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,