ok

Kastljós

Ólafur Þ. um stjórnarsamstarfið, njósnahagkerfið og Erró

Lilja Alfreðsdóttir viðskipta- og ferðamálaráðherra, kastaði sprengju inn í stjórnarsamstarfið í morgun þegar hún varpaði ábyrgð á bankasölunni á fjármálaráðherra. Hún sagðist jafnframt hafa lýst andstöðu sinni við aðferðafræðina en Lilja situr í ráðherranefnd þriggja ráðherra sem fer með söluna. Forsætisráðherra sagði í dag að Lilja hefði á engum tímapunkti látið bóka athugsemdir á neinum fundum nefndarinnar. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði ræðir stöðuna í pólitíkinni.

Neytendasamtökin hafa skorið upp herör gegn njósnahagkerfinu á netinu en gríðarlegu magni persónuupplýsinga er safnað um okkur á hverjum einasta degi. Breki Karlsson, formaður samtakanna, ræðir við okkur.

Sprengikraftur mynda er yfirskrift stærstu Erró-sýningar sem sett hefur verið upp hér á landi. Hún tekur yfir öll rými Listasafns Reykjavíkur og bætir meira að segja nokkrum nýjum við, sem eru eldrauð eða það sem af sérfræðingum er kallað Erró-rauð að lit.

Frumsýnt

11. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,