Kastljós

Netverslun eykst, mótmælt í Kína, nýtt lag frá Prins póló

Netverslun Íslendinga eykst á milli ára og á þessu ári er gert ráð fyrir 11 prósenta aukningu. Nýjar leiðir til afhendingar hafa sprottið upp út frá þessari aukningu, Kastljós kynnti sér hvað gerist bak við tjöldin meðan fólk bíður eftir pökkunum sínum.

Hvers vegna mótmæla þúsundir Kínverja á götum úti þessa dagana og hvaða áhrif munu mótmælin hafa á stjórnvöld í landinu? Rætt við þau Helga Steinar Gunnlaugsson blaðamann og Línu Guðlaugu Atladóttur um fortíð og framtíð Kína.

Nýtt lag frá Prins póló kemur út á næstu dögum en það fjallar um haustpeysuna sem er allt í senn, lag, viðburðu og peysa sem prinsinn hannaði.

Frumsýnt

28. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,