ok

Kastljós

Þingkosningar í Danmörku, hamphús, Brasilía og Hrekkjavaka

Óvissa er um niðurstöður þingkosninganna í Danmörku sem verða á morgun því hvorki hægri né vinstri blokk ná meirihluta samkvæmt skoðanakönnun.

Iðnaðarhampur gæti hins vegar stórminnkað losun gróðurhúsalofttegunda í byggingariðnaði að mati nokkurra frumkvöðla, sem stefna á að reisa fyrsta íslenska hamsteypuhúsið úr innlendum hampi næsta vor.

Úrslit forsetakosninganna í Brasilíu voru kynnt í gærkvöldi þar sem fyrrverandi forseti Luiz inácio Lula da Silva vann nauman sigur gegn sitjandi forseta Jair Bolsonaro. Kosningabaráttan var harðvítug og sagði Lula í dag að hans stærsta verkefni væri að sameina Brasilíu að nýju.

Við heimsóttum draugalegt hús í Hafnarfirði í tilefni Hrekkjavöku.

Frumsýnt

31. okt. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,