• 00:00:17Lilja segir ekki hafa verið hlustað í fæðingu
  • 00:09:44Landspítali ræðir mál Bergþóru
  • 00:21:54Íslensku tónlistarverðlaunin

Kastljós

Lilja Alfreðs: Ekki hlustað á mig í fæðingu, LSH og Tónlistarverðlaun

Bergþóra Birnudóttir sagði sögu sína í Kveik í gærkvöldi. Hún örkumlaðist eftir fæðingu barns og segir spítalann hafa brugðist sér. Við ræddum við Huldu Hjartardóttur, yfirlækni fæðingarþjónustu Landspítalans en fyrst heyrðum við frásögn Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, sem segir sonur hennar hafi verið hætt kominn í fæðingu því ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar fyrir og í fæðingu.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu síðar í kvöld og af því tilefni lítum við þangað niður eftir og heyrðum í spenntu tónlistarfólki.

Frumsýnt

30. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

,