ok

Kastljós

Snjóflóð fyrir vestan, mótvægisaðgerðir og Blóðuga kanínan

Hættustigi var lýst yfir á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og rýma þurfti átta hús auk tveggja sveitabæja. Rætt við Heklu Ösp Ólafsdóttur en hún er ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt á Patreksfirði. Hún var þó róleg yfir þessu öllu saman enda hefur hún búið við þessa sömu götu nær alla sína ævi.

Búist er við því að Seðlabanki tilkynni á morgun um umtalsverða hækkun stýrivaxta til að stemma stigu við vaxandi verðbólgu sem ekki hefur mælst meiri í tæpan áratug. Hækkun vaxta þýðir að afborganir húsnæðislána geta hækkað um tugi þúsunda á mánuði og húsaleiga sem tengd er vísitölu hækkar að sama skapi. Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkum á þingi að undanskildum Miðflokki standa saman að þingsályktunartillögu um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu og hækkana á húsnæðiskostnaði. Til að ræða þetta komu Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Ágúst Bjarni Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins.

Blóðuga kanínan nefnist nýtt leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem verður frumsýnt í Tjarnarbíó á föstudag. Kastljós leit við á æfingu.

Frumsýnt

8. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,