Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni

Celsíusplatan, Knopfler 75 og Hans Last.

Hljómsveitin Celsíus tók upp hljómplötu árið 1977 sem kom síðan ekki út fyrr en árið 2013. Þetta rifjaði þáttastjórnandi upp og minntist einnig Halldórs Bragasonar. mark Knopfler varð 75 ára á dögunum og hélt upp á það í þættinum án þess hafa um það hugmynd. Svo keyrði Hans Last upp stuðið en hann notaðist við listamannsnafnið James Last.

Frumflutt

18. ágúst 2024

Aðgengilegt til

18. ágúst 2025
Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni

Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni

Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.

Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.

Umsjón: Jón Ólafsson

Þættir

,