07:03
Morgunútvarpið
9. september
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Um helgina opnaði stórglæsilegt 4600 fermetra danshús Í Kaupmannahöfn. Við Íslendingar fengum að eiga svolítið í opnuninni því opnunarverkið er Rómeó&Júlía eftir Íslenska Dansflokkinn. Guðrún Sóley Gestsdóttir var á staðnum. Við heyrðum í henni.

Á CNN eru bandaríkjamenn sagðir spenntir yfir kappræðum morgundagsins líkt og um Superbowl viðburð væri að ræða. Það er, kappræðum Trump og Harris -þeim fyrstu milli þeirra og þeim fyrstu síðan arfaslök frammistaða Joe Bidens í júní dæmdi hann hér um bil úr leik. Skoðanakannanir sýna að afar mjótt er á munum milli þeirra. Við hituðum upp fyrir kappræðurnar með Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptum.

Dröfn Vilhjálmsdóttir, upplýsingafræðingur sem starfað hefur á skólabókasafni í grunnskóla í hátt í tólf ár, kom til okkar eftir átta fréttir en hún skrifaði færslu á Facebook sem vakti mikla athygli um helgina þar sem hún fjallar um framboð barnabóka á íslensku og þá skökku mynd sem þær sýna af kynjunum.

Alþingi verður sett á morgun eftir sumarhlé. Við ræddum við Andrés Inga Jónsson, þingmaður Pírata, og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þingveturinn framundan.

Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.

Elín Hall - Vinir.

Two door cinema club - What you know.

Lacey, Yazmin, Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.

THE CURE - Friday I'm In Love.

FLOTT - L'amour.

Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).

Er aðgengilegt til 09. september 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,