18:00
Kvöldfréttir
Vararíkissaksóknari, óveður, makrílveiði og barnabækur
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Dómsmálaráðherra hyggst ekki leysa vararíkissaksóknara frá störfum um stundarsakir eins og ríkissaksóknari lagði til. Vararíkissaksóknari telur þetta rökrétta niðurstöðu.

Óvissutigi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna yfirvofandi óveðurs.Spáð er hvassviðri og rigningu eða slyddu á norðan- og austanverðu landinu en snjókomu til fjalla

Minnst sextíu og fjögur eru látin og tuga er enn saknað í Víetnam, þar sem fellibylurinn Yagi gengur yfir með beljandi rigningu og stormi.

Botninn er dottinn úr makrílveiði haustsins og íslensk uppsjávarveiðiskip hafa nær alfarið snúið sér að veiðum á norsk-íslenskri síld, þótt fjórðungur makrílkvótans sé enn óveiddur.

Og úrval barna- og unglingabóka hér á landi er allt of lítið að mati upplýsingafræðings á skólabókasafni, sem segir að einungis náist að metta um tíu prósent af lestrarþörf barna og unglinga.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Er aðgengilegt til 09. september 2025.
Lengd: 10 mín.
,