16:05
Síðdegisútvarpið
Veiðigjald, Kóngulóafóbía, og áhrif saumavélarinn á íslenskt samfélag
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Matvælaráðherra lagði í fyrra fram drög að frumvarpi sem felur í sér hækkun á veiðigjaldi. Nú hafa Hagrannsóknir sf að beiðni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi tekið saman greinagerð um hagræn áhrif veiðigjalda og þessa fyrirhuguðu hækkun og í morgun voru SFS með opinn fund í þar sem þessi nýja skýrsla var kynnt. En hvað er það helsta sem þar kemur fram Ragnar Árnason, prófessor emeritus við HÍ var annar þeirra sem kynnti skýrsluna og hann kom í Síðdegisútvarpið og fór yfir það með okkur.

Við ætlum að ræða köngulóafælni í þættinum við Þórð Örn Arnarson en sálfræðiráðgjöf háskólanema sem býður upp á sálfræðiaðstoð fyrir stúdenta Háskóla Íslands og börn þeirra hafa verið að leita að einstaklingum með köngulóafælni til að veita þeim meðferð við þessari hvimleiðu fóbíu. Hvers vegna eru sumir haldnir köngulóafælni og er hægt að sigrast á þessari fóbíu á einfaldan hátt fengum að vita allt um það í þætti dagsins.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hélt til Tyrklands á laugardaginn en í kvöld mætir liðið tyrkjum í Þjóðardeildinni. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og við hituðum upp fyrir leikinn með Guðmundi Benediktssyni sem mun lýsa leiknum á eftir.

Á morgun verður haldin málstofa í Háskóla Íslands, nánar tiltekið í Árnagarði um innleiðingu saumavélarinnar í íslenskt samfélag og hvernig saumavélar fóru úr því að vera munaðarvara yfir í þarfaþing sem finna mátti á nær hverju heimili. Erindið flytur Arnheiður Steinþórsdóttir sagnfræðingur og hún kíkti til okkar.

Þjóðleikhússkólinn var settur þriðjudaginn 3. september en skólinn er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára Alls munu 19 nemendur sækja skólann í vetur og læra vítt og breitt um starfsemi leikhússins frá ólíkum hliðum og efla færni sína. Við slóum á þráðinn til Völu Fannell skólastjóra og spurðum hana aðeins út í þessa nýjung.

Líkt og fjallað var um í fréttum í morgun hyggjast Neytendasamtökin kanna hvort fyrirtæki, sem bjóða upp á að greitt sé fyrir bílastæði í gegnum snjallforrit þeirra, innheimti greiðslur í samræmi við innheimtulög, lög um neytendasamninga og sanngirni í viðskiptum. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom til okkar.

Er aðgengilegt til 09. september 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,