17:03
Lestin
Kapítalískt raunsæi (í bókaklúbbi), grísk menning
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Hvað er að gerast í grískri menningu? Hvaða tónlist eru Grikkir að dansa við, hvaða bækur eru þeir að lesa, og hvað finnst þeim um nýjustu bíómyndina frá Yorgos Lanthimos? Við hringjum í Auði Ýr Sigurðardóttur sem er í Þessaloniki í norður Grikklandi og forvitnumst um gríska dægurmenningu.

Við förum og hittum bókaklúbbinn Bók í dós, sem var að enda við lesa bókina Capitalist Realism: Is there no alternative? eftir breska heimspekinginn og menningarrýninn Mark Fisher. Kapítalískt raunsæi er hugtak yfir það að kapítalisminn er ekki einungis eina efnahagskerfð í heiminum, heldur er óhugsandi að ímynda sér að nokkuð annað gæti komið í staðinn. Bókin er stutt ritgerð en full af flóknum hugtökum og frönskum heimspekingum. Inn á milli fléttar Fisher inn pælingar úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum sem auðveldara er að skilja. En hún er einhvers konar ákall til vinstrisins, að hætta að velta fyrir sér sögunni og liðnum atburðum og fara að ímynda sér nýja möguleika.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,