18:30
Hvar erum við núna?
Eyjar í kring um Ísland
Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Í þessum þætti siglum við út í eyjar í kringum Ísland, sem er auðvitað líka eyja! Eyjarnar eru ótal margar og það býr ekki fólk í öllum þeirra en við fræðumst um heimskautsbauginn í Grímsey, bíllausa Hrísey og kúmenrækt í Viðey. Hvað heita ferjurnar sem fara út í eyjar landsins? Sérfræðingar þáttarins eru Hallgerður Hafþórsdóttir, Lana Sóley Magnúsardóttir og Anna Eyvör Arnórsdóttir frá Flatey og Guðmar Gísli Þrastarson frá Hrísey. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin!

Er aðgengilegt til 09. september 2025.
Lengd: 21 mín.
e
Endurflutt.
,