14:03
Sígild og samtímatónlist
Kammersveit Reykjavíkur 50 ára
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Leikið af geisladiskum Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar.

Í þessum þætti hljóma verk eftir Huga Guðmundsson af geisladiskinum Windbells sem út kom á síðasta ári og einnig hljóma verk af heildarútgáfu Kammersveitarinnar og Jaaps Schöders á Brandenborgarkonsertum Johanns Sebastians Bachs frá árinu 2000.

Leikin eru eftirfarandi verk:

Equilibrium IV: Windbells (2005) eftir Huga Guðmundsson. Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur leika. Stjórnandi er Asbjörn Ibsen Bruun.

Lux fyrir flautu og rafhljóð (2009/2011) eftir Huga Guðmundsson. Áshildur Haraldsdóttir leikur á flautu. Melkorka Ólafsdóttir leikur á flautu í rafhljóðum.

Þrír söngvar úr Hávamálum II (2014/2021) eftir Huga Guðmundsson. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngur með Kammersveit Reykjavíkur. Stjórnandi er Rúnar Óskarsson.

Söngvarnir sem hljóma eru: Ungur var eg forðum, Mildir, fræknir og Voðir mínar.

Brandanborgarkonsert nr. 1 í F-dúr BWV 1046 eftir Johann Sebastian Bach. Kammersveit Reykjavíkur leikur undir stjórn konsertmeistarans, fiðluleikarans Jaap Schröder. Einleikari á fiðlu er Rut Ingólfsdóttir.

Þættirnir verksins eru fjórir:

1. Allegro

2. Adagio

3. Allegro

4. Menuetto - Trio - Polacca - Trio

Allegro, fyrsti þáttur úr Brandenborgarkonserti 4 í G-dúr BWV 1049 eftir Johann Sebastian Bach. Kammersveit Reykjavíkur leikur. Einleikarar eru Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, og flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir. Leiðari og stjórnandi er Jaap Schröder.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,