Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, var fyrsti gestur Morgunvaktarinnar. Hún ræddi um samgöngumál og uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hún talaði líka um málefni barna, en hún sat í hópi sem fjallaði um þjónustu við börn með fjölþættan vanda og sagði okkur frá því sem lagt var til þar.
Björn Malmquist var með okkur að nýju og ræddi Evrópumál. Meðal þess sem var til umræðu voru stjórnmál í Frakklandi, ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu gagnvart Kína og Bandaríkjunum.
Jónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands, kom svo í þáttinn með góð ráð fyrir skólafólk á öllum aldri.
Tónlist:
Mugison, Bubbi Morthens - Þorpið.
Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Magnús Þór Sigmundsson, Magnús og Jóhann - Sail on.
Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Magnús Þór Sigmundsson, Magnús og Jóhann - Álfar.
Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Magnús og Jóhann, Magnús Þór Sigmundsson - Blue jean queen.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Nöfn laga og flytjenda: Við tvö og blómið með Sigfúsi Halldórssyni, Íslenskt ástarljóð með Öddu Örnólfs og Ólafi Briem, Herbergið mitt með Brimkló, Jesús Kristur og ég með Mannakornum, Augun þín, Ó borg mín borg og Simbi sjómaður með Hauki Morthens, Vilhjálmur frá Skáholti flytur ljóðið Mín fyrsta ást, Vor með Guðrúnu Á. Símonar, Ég sá þig fyrst með Sigurði Ólafssyni, Ástaróður með Unu Hlín og Árna Ísleifs og Þá uxu blóm með Agli Ólafssyni.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við héldum áfram yfirferð okkar um hvað verður á fjölunum í leik- og sviðslistahúsum landsins. Í dag var komið að Borgarleikhúsinu og til okkar kom Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri. Hún sagði okkur allt um það sem þar mun fara fram þennan leikveturinn.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn fjallaði vinkillinn um gildi þess að hugsa frekar fallega en ekki til samferðafólksins og hvernig það getur mögulega haft áhrif til hins betra á samskipti manna í millum, jafnvel heilu samfélögin. Þá var fjallað um áhrif kurteisi í samskiptum og gildi þess að segja það sem maður meinar og að meina það sem maður segir.
Svo var í lokin lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Sunneva Thomsen, en hún starfar við kvikmyndagerð auk þess að vera í listnámi. Hún ætlar að segja okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sunneva talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dune e. Frank Herbert
In the Dream House e. Carmen Maria Machado
Boulder e. Eva Baltasar
Ein til frásagnar e. Immaculee Ilibagiza
Jane Eyre e. Charlotte Bronte
Tónlist í þættinum:
Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)
Óskaland / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson og magnús Tryggvason Eliassen)
Vængir / Hörður Torfason (Hörður Torfason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Talsverður viðbúnaður er út af vondri veðurspá næstu tvo daga. Landsbjörg leggur áherslu á að ná til ferðamanna og bændur hafa þurft að flýta göngum.
Meðferðarúrræði vantar fyrir um 120 börn með fjölþættan vanda. Sveitarfélög greiða yfir 100 milljónir króna á hvert barn fyrir dýrustu meðferðirnar. Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu vilja fund með ráðherrum.
Auglýst verður eftir nýju húsnæði fyrir starfsemi Konukots á næstu dögum. Sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir málið í forgangi.
Evrópusambandið þarf að gera róttækar breytingar og auka framleiðni, til að mæta samkeppni frá Bandaríkjunum og Kína. Þetta er megininntak nýrrar skýrslu um efnahagsmál í Evrópu.
Brennsla olíu til að knýja fjarvarmaveitur á Vestfjörðum getur nærri því heyrt sögunni til því Orkubú Vestfjarða fær forgangsraforku hjá Landsvirkjun.
Hlaup er hafið í Skálm austan við Vík í Mýrdal. Hlaupið virðist lítið, en grannt er fylgst með. Síðast hljóp í Skálm í júlí og fór þá þjóðvegurinn í sundur.
Allt er í járnum í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Donald Trump og Kamala Harris mælast hnífjöfn í skoðanakönnunum. Þau mætast í sjónvarpskappræðum annað kvöld.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fjöldamótmæli voru í borginni Sao Paulo í Brasilíu um helgina. Í mótmælunum voru stuðningsmenn fyrrverandi forsetans Jair Bolsonaro meðal annars að láta í sér heyra vegna lokunar á samskiptaforritinu X, áður Twittter. Mótmælin eru enn ein birtingarmynd þeirrar miklu skautunar sem hefur átt sér stað í brasilískum stjórnmálum á liðnum árum. Á sitt hvorum pólnum eru núverandi forseti Lula og Bolsonaro. Rætt er við Hólmfríði Garðarsdóttur og Luciano Dutra um stöðuna sem kom er upp í stjórnmálum landsins.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Hvernig hafa íslenskir blaðamenn brugðist við miklum og örum breytingum í fjölmiðlaumhverfinu, og hvernig hafa hugmyndir þeirra um hlutverk sitt þróast í takt við þær? Eru blaðamenn í sjálfsmyndarkrísu? Í dag fáum við Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, í heimsókn til að ræða þessar áleitnu spurningar.
Mosi, hann er mjúkur og til af honum 600 tegundir á Íslandi. Í síðustu viku ræddum við um sjaldgæfar mosategundir í Hólavallagarði í Reykjavík - og í dag beinum sjónum okkar að landgræðslu og mosakroti. Magnea Magnúsdóttir umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar fræðir okkur um landgræðslustarf fyrirtækisins á Hellisheiði og víðar.
Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, rifjar upp umfjöllun Ríkisútvarpsins um stórbruna á Raufarhöfn, þegar Búðin, eitt elsta timburhús landsins, brann til kaldra kola árið 1956.
Tónlist í þætti:
JONI MITCHELL - Big Yellow Taxi.
EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Mussisjuk.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Leikið af geisladiskum Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar.
Í þessum þætti hljóma verk eftir Huga Guðmundsson af geisladiskinum Windbells sem út kom á síðasta ári og einnig hljóma verk af heildarútgáfu Kammersveitarinnar og Jaaps Schöders á Brandenborgarkonsertum Johanns Sebastians Bachs frá árinu 2000.
Leikin eru eftirfarandi verk:
Equilibrium IV: Windbells (2005) eftir Huga Guðmundsson. Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur leika. Stjórnandi er Asbjörn Ibsen Bruun.
Lux fyrir flautu og rafhljóð (2009/2011) eftir Huga Guðmundsson. Áshildur Haraldsdóttir leikur á flautu. Melkorka Ólafsdóttir leikur á flautu í rafhljóðum.
Þrír söngvar úr Hávamálum II (2014/2021) eftir Huga Guðmundsson. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngur með Kammersveit Reykjavíkur. Stjórnandi er Rúnar Óskarsson.
Söngvarnir sem hljóma eru: Ungur var eg forðum, Mildir, fræknir og Voðir mínar.
Brandanborgarkonsert nr. 1 í F-dúr BWV 1046 eftir Johann Sebastian Bach. Kammersveit Reykjavíkur leikur undir stjórn konsertmeistarans, fiðluleikarans Jaap Schröder. Einleikari á fiðlu er Rut Ingólfsdóttir.
Þættirnir verksins eru fjórir:
1. Allegro
2. Adagio
3. Allegro
4. Menuetto - Trio - Polacca - Trio
Allegro, fyrsti þáttur úr Brandenborgarkonserti 4 í G-dúr BWV 1049 eftir Johann Sebastian Bach. Kammersveit Reykjavíkur leikur. Einleikarar eru Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, og flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir. Leiðari og stjórnandi er Jaap Schröder.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Undanfarin misseri hefur þó nokkuð borið mannáti sem viðfangsefni í skáldskap og menningarefni. Í jólabókaflóðinu hér á landi 2023 voru t.a.m. fjórar bækur sem fjölluðu um mannát, þessa helstu og hrikalegustu bannhelgi mannsins sem hefur fylgt okkur öldum og árþúsundum saman. Í þessum þætti veltum við fyrir okkur hvers vegna sögur af mannáti rata reglulega inn í menninguna, á ólíkum tímum. Tekið skal fram að í þessum þætti verður fjallað um mannát og ofbeldi og birtingarmyndir þess í menningarefni, aðallega bókmenntum. Rétt er að vara viðkvæma við að hlusta.
Viðmælendur: Áslaug Áslaug Ólafsdóttir, Bragi Páll Sigurðarson, Magnús Jochum Pálsson, Guðrún Steinþórsdóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Víðsjá þáði morgunbolla í sólríkri stofu í miðbæ Reykjavíkur og fékk að heyra ýmislegt um rímnasöng og langspil. Tilefnið er dagur rímnalagsins og þjóðlistahátíðin Vaka, sem fer fram um næstkomandi helgi. Þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster segja okkur af starfi Vökufélagsins og flytja vel valdar rímur.
Í dag fáum við líka fyrstu leikhúsrýni vetrarsins. Þennan veturinn verða leikhúsrýnarnir þrír, þau Trausti Ólafsson, Nína Hjálmarsdóttir og Katla Ársælsdóttir. Trausti ríður á vaðið, en hann fór að sjá fyrstu frumsýningu vetrarins í Tjarnarbíói síðastliðinn fimmtudag, á leikverkinu Líkaminn er skál, eftir leikhópinn 10 fingur.
En þátturinn hefst á inniliti í Gallerí Port við Hallgerðargötu, þar sem Hlynur Hallsson opnaði sýninguna Herbergi með útsýni um liðna helgi. Verk Hlyns fjalla oft á tíðum um pólitík í víðu en um leið persónulegu samhengi, samskipti, tungumál og hversdagsleikann, og verkin á þessari sýningu er engin undantekning.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Hvað er að gerast í grískri menningu? Hvaða tónlist eru Grikkir að dansa við, hvaða bækur eru þeir að lesa, og hvað finnst þeim um nýjustu bíómyndina frá Yorgos Lanthimos? Við hringjum í Auði Ýr Sigurðardóttur sem er í Þessaloniki í norður Grikklandi og forvitnumst um gríska dægurmenningu.
Við förum og hittum bókaklúbbinn Bók í dós, sem var að enda við lesa bókina Capitalist Realism: Is there no alternative? eftir breska heimspekinginn og menningarrýninn Mark Fisher. Kapítalískt raunsæi er hugtak yfir það að kapítalisminn er ekki einungis eina efnahagskerfð í heiminum, heldur er óhugsandi að ímynda sér að nokkuð annað gæti komið í staðinn. Bókin er stutt ritgerð en full af flóknum hugtökum og frönskum heimspekingum. Inn á milli fléttar Fisher inn pælingar úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum sem auðveldara er að skilja. En hún er einhvers konar ákall til vinstrisins, að hætta að velta fyrir sér sögunni og liðnum atburðum og fara að ímynda sér nýja möguleika.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Dómsmálaráðherra hyggst ekki leysa vararíkissaksóknara frá störfum um stundarsakir eins og ríkissaksóknari lagði til. Vararíkissaksóknari telur þetta rökrétta niðurstöðu.
Óvissutigi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna yfirvofandi óveðurs.Spáð er hvassviðri og rigningu eða slyddu á norðan- og austanverðu landinu en snjókomu til fjalla
Minnst sextíu og fjögur eru látin og tuga er enn saknað í Víetnam, þar sem fellibylurinn Yagi gengur yfir með beljandi rigningu og stormi.
Botninn er dottinn úr makrílveiði haustsins og íslensk uppsjávarveiðiskip hafa nær alfarið snúið sér að veiðum á norsk-íslenskri síld, þótt fjórðungur makrílkvótans sé enn óveiddur.
Og úrval barna- og unglingabóka hér á landi er allt of lítið að mati upplýsingafræðings á skólabókasafni, sem segir að einungis náist að metta um tíu prósent af lestrarþörf barna og unglinga.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sigurður Ingi Jóhannsson kynnir á morgun , klukkan níu, sitt fyrsta fjárlagafrumvarp. Þetta verður söguleg stund í íslenskri stjórnmálasögu því Sigurður Ingi er fyrsti Framsóknarmaðurinn í nærri hálfa öld til að vera fjármálaráðherra. Freyr Gígja Gunnarsson reifar það helsta sem búast má við í frumvarpinu og ræðir það við Finnbjörn Hermannsson, formann ASÍ.
Skorradalshreppur er eitt af fámennustu sveitarfélögum landsins og hefur ítrekað hafnað sameiningu við stærri sveitarfélög. Meirihluti hreppsnefndar samþykkti að hefja formlegar sameiningarviðræður við Borgarbyggð í júlí en stjórnsýslukæra og undirskriftasöfnun íbúa gætu sett þær í uppnám. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um málið og ræðir við Jón Eirík Einarsson, oddvita Skorradalshrepps.
Rússnesk yfirvöld, með leyniþjónustuna FSB í broddi fylkingar, hafa á síðustu árum handtekið, ákært og dæmt á annan tug vísindamanna í margra ára fangelsi vegna meintra landráða. Vísindamennirnir eru sakaðir um að hafa deilt háleynilegum vísindagögnum með útsendurum erlendra ríkja. Þeir - og verjendur þeirra - benda á að þeir komi hvergi nærri hönnun þeirra hátæknvopna sem þeir eru sakaðir um að tala óvarlega um í annarra eyru, og hafi einungis starfað við grunnrannsóknir og fræðastörf á sínu sviði. Þeir hafi einungis rætt viðtekin vísindi og alþekktar kenningar á ráðstefnum erlendis, en engin ríkisleyndarmál. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred.
Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti siglum við út í eyjar í kringum Ísland, sem er auðvitað líka eyja! Eyjarnar eru ótal margar og það býr ekki fólk í öllum þeirra en við fræðumst um heimskautsbauginn í Grímsey, bíllausa Hrísey og kúmenrækt í Viðey. Hvað heita ferjurnar sem fara út í eyjar landsins? Sérfræðingar þáttarins eru Hallgerður Hafþórsdóttir, Lana Sóley Magnúsardóttir og Anna Eyvör Arnórsdóttir frá Flatey og Guðmar Gísli Þrastarson frá Hrísey. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin!
Veðurstofa Íslands.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónhjólið 8.9.2024
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Tónlistin í þættinum:
Gabriela Ortiz: 1. kafli (Morisco-Chilango) úr fiðlukonsertinum Altar de Cuerda. María Dueñas flytur með Fílharmoníusveit Los Angeles, Gustavo Dudamel stjórnar.
Af tónlistarhátíðum Evrópu í sumar:
Danski strengjakvartettinn flytur danska þjóðlagið Fimm kindur og fjórar geitur.
Leif Ove Andsnes og Bertrand Chamayou leika fjórhenta fúgú í e -moll eftir Franz Schubert.
Jordi Savall stjórnar Le Concert des Nations í lokakafla hljómsveitarsvítu nr. 2 eftir Johann Sebastian Bach.
BBC Singers, kór og hljómsveit breska útvarpsins flytja Hallelujah Sim eftir Ben Nobuto.
Kamerata Salzburg og kór bæverska útvarpsins flytja undir stjórn Peters Dijkstra hluta úr Te Deum eftir Arvo Pärt.
Víkingur Heiðar Ólafsson og Berlínar fílharmonían leika hæga miðjukaflann úr Píanókonserti Roberts Schumann. Kirill Petrenko stjórnar.
Fílharmoníusveit Los Angeles undir stjórn Gustavos Dudamel leikur hljómsveitarverkið Kauyumari eftir Gabrielu Ortiz.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Hvernig hafa íslenskir blaðamenn brugðist við miklum og örum breytingum í fjölmiðlaumhverfinu, og hvernig hafa hugmyndir þeirra um hlutverk sitt þróast í takt við þær? Eru blaðamenn í sjálfsmyndarkrísu? Í dag fáum við Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, í heimsókn til að ræða þessar áleitnu spurningar.
Mosi, hann er mjúkur og til af honum 600 tegundir á Íslandi. Í síðustu viku ræddum við um sjaldgæfar mosategundir í Hólavallagarði í Reykjavík - og í dag beinum sjónum okkar að landgræðslu og mosakroti. Magnea Magnúsdóttir umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar fræðir okkur um landgræðslustarf fyrirtækisins á Hellisheiði og víðar.
Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, rifjar upp umfjöllun Ríkisútvarpsins um stórbruna á Raufarhöfn, þegar Búðin, eitt elsta timburhús landsins, brann til kaldra kola árið 1956.
Tónlist í þætti:
JONI MITCHELL - Big Yellow Taxi.
EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Mussisjuk.
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Þórhallur Sigurðsson les. Sagan fjallar um Íslending sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjölskyldu sinni og vinum og endaði sem einkaþjónn hjá bandaríska auðkýfingnum William Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld. Hvers vegna yfirgaf hann konu sína og börn, blómlegt fyrirtæki og trausta stöðu í Reykjavík? Hvernig lenti hann í höll Hearsts blaðakóngs í Kaliforníu? (Áður á dagskrá 2010)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við héldum áfram yfirferð okkar um hvað verður á fjölunum í leik- og sviðslistahúsum landsins. Í dag var komið að Borgarleikhúsinu og til okkar kom Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri. Hún sagði okkur allt um það sem þar mun fara fram þennan leikveturinn.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn fjallaði vinkillinn um gildi þess að hugsa frekar fallega en ekki til samferðafólksins og hvernig það getur mögulega haft áhrif til hins betra á samskipti manna í millum, jafnvel heilu samfélögin. Þá var fjallað um áhrif kurteisi í samskiptum og gildi þess að segja það sem maður meinar og að meina það sem maður segir.
Svo var í lokin lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Sunneva Thomsen, en hún starfar við kvikmyndagerð auk þess að vera í listnámi. Hún ætlar að segja okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sunneva talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dune e. Frank Herbert
In the Dream House e. Carmen Maria Machado
Boulder e. Eva Baltasar
Ein til frásagnar e. Immaculee Ilibagiza
Jane Eyre e. Charlotte Bronte
Tónlist í þættinum:
Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)
Óskaland / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson og magnús Tryggvason Eliassen)
Vængir / Hörður Torfason (Hörður Torfason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Hvað er að gerast í grískri menningu? Hvaða tónlist eru Grikkir að dansa við, hvaða bækur eru þeir að lesa, og hvað finnst þeim um nýjustu bíómyndina frá Yorgos Lanthimos? Við hringjum í Auði Ýr Sigurðardóttur sem er í Þessaloniki í norður Grikklandi og forvitnumst um gríska dægurmenningu.
Við förum og hittum bókaklúbbinn Bók í dós, sem var að enda við lesa bókina Capitalist Realism: Is there no alternative? eftir breska heimspekinginn og menningarrýninn Mark Fisher. Kapítalískt raunsæi er hugtak yfir það að kapítalisminn er ekki einungis eina efnahagskerfð í heiminum, heldur er óhugsandi að ímynda sér að nokkuð annað gæti komið í staðinn. Bókin er stutt ritgerð en full af flóknum hugtökum og frönskum heimspekingum. Inn á milli fléttar Fisher inn pælingar úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum sem auðveldara er að skilja. En hún er einhvers konar ákall til vinstrisins, að hætta að velta fyrir sér sögunni og liðnum atburðum og fara að ímynda sér nýja möguleika.
Útvarpsfréttir.
Um helgina opnaði stórglæsilegt 4600 fermetra danshús Í Kaupmannahöfn. Við Íslendingar fengum að eiga svolítið í opnuninni því opnunarverkið er Rómeó&Júlía eftir Íslenska Dansflokkinn. Guðrún Sóley Gestsdóttir var á staðnum. Við heyrðum í henni.
Á CNN eru bandaríkjamenn sagðir spenntir yfir kappræðum morgundagsins líkt og um Superbowl viðburð væri að ræða. Það er, kappræðum Trump og Harris -þeim fyrstu milli þeirra og þeim fyrstu síðan arfaslök frammistaða Joe Bidens í júní dæmdi hann hér um bil úr leik. Skoðanakannanir sýna að afar mjótt er á munum milli þeirra. Við hituðum upp fyrir kappræðurnar með Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptum.
Dröfn Vilhjálmsdóttir, upplýsingafræðingur sem starfað hefur á skólabókasafni í grunnskóla í hátt í tólf ár, kom til okkar eftir átta fréttir en hún skrifaði færslu á Facebook sem vakti mikla athygli um helgina þar sem hún fjallar um framboð barnabóka á íslensku og þá skökku mynd sem þær sýna af kynjunum.
Alþingi verður sett á morgun eftir sumarhlé. Við ræddum við Andrés Inga Jónsson, þingmaður Pírata, og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þingveturinn framundan.
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
Elín Hall - Vinir.
Two door cinema club - What you know.
Lacey, Yazmin, Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.
THE CURE - Friday I'm In Love.
FLOTT - L'amour.
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Hvernig komum við undan helginni? Er ekki best að byrja þetta vel og gíra sig upp fyrir vikuna, það kólnar örlítið í veðri en við höldum í hitann og gleðina með lögum og pælingum fram eftir morgni.
Lagalisti:
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
Pointer Sisters, The - Jump (For my love).
AMII STEWART - Knock On Wood.
BARRY WHITE - Your the first, the last, my everything.
WHITNEY HOUSTON - Higher Love (ft. Kygo).
Presley, Elvis - Hound dog.
Kiwanuka, Michael - Floating Parade.
Malen - Anywhere.
Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta.
Beyoncé - Bodyguard.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
GARY NUMAN - Cars.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Hetjan.
OTIS REDDING - Try A Little Tenderness.
PRINS POLO - Líf ertu að grínast.
Lada Sport - Ég þerra tárin.
Smith, Myles - Stargazing.
Þorsteinn Einarsson, Steinunn Jónsdóttir - Á köldum kvöldum.
Timberlake, Justin - Selfish.
Goldfrapp, Alison - I Wanna Be Loved (Just A Little Better).
Ngonda, Jalen - Illusions.
MUGISON - Stingum Af.
FREDDIE MERCURY - The Great Pretender.
Sycamore tree - Scream Louder.
Mammaðín - Frekjukast.
COLDPLAY - Higher Power.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Bryan Ferry - Dont stop the dance.
BEACH WEATHER - Sex, Drugs, Etc..
The Weeknd - Starboy (feat. Daft Punk).
Lada Sport - Ólína.
Pink Floyd - Money [short Version].
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
Bríet - Sólblóm.
Empire of the sun - We Are The People.
STEVIE WONDER - Signed, Sealed, Delivered.
Danger Mouse, Karen O - Super Breath.
ÁRNÝ MARGRÉT - I went outside.
ICEGUYS - Rúlletta.
Birnir, GusGus - Eða?.
Perry, Katy, Snoop Dogg - California gurls.
Foster The People - Sit Next To Me.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Talsverður viðbúnaður er út af vondri veðurspá næstu tvo daga. Landsbjörg leggur áherslu á að ná til ferðamanna og bændur hafa þurft að flýta göngum.
Meðferðarúrræði vantar fyrir um 120 börn með fjölþættan vanda. Sveitarfélög greiða yfir 100 milljónir króna á hvert barn fyrir dýrustu meðferðirnar. Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu vilja fund með ráðherrum.
Auglýst verður eftir nýju húsnæði fyrir starfsemi Konukots á næstu dögum. Sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir málið í forgangi.
Evrópusambandið þarf að gera róttækar breytingar og auka framleiðni, til að mæta samkeppni frá Bandaríkjunum og Kína. Þetta er megininntak nýrrar skýrslu um efnahagsmál í Evrópu.
Brennsla olíu til að knýja fjarvarmaveitur á Vestfjörðum getur nærri því heyrt sögunni til því Orkubú Vestfjarða fær forgangsraforku hjá Landsvirkjun.
Hlaup er hafið í Skálm austan við Vík í Mýrdal. Hlaupið virðist lítið, en grannt er fylgst með. Síðast hljóp í Skálm í júlí og fór þá þjóðvegurinn í sundur.
Allt er í járnum í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Donald Trump og Kamala Harris mælast hnífjöfn í skoðanakönnunum. Þau mætast í sjónvarpskappræðum annað kvöld.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa voru í góðum gír í Popplandi að vanda, mánudagur og ný plata vikunnar lent: platan Spegill Spegill með hljómsveitinni Lada Sport. Póstkort víðsvegar af landinu, nýtt efni úr erlendu deildinni, brot úr nýrri þáttaröð af Árið er
og margt fleira.
HJÁLMAR - Varúð.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Waiting In Vain.
JÚNÍUS MEYVANT - Ástarsæla.
KRUMMI - Vetrarsól.
Mxmtoon - I hate texas.
Dasha - Austin.
Malen - Anywhere.
Allergies, The, Smith, Marietta - Take Another Look At It.
RED HOT CHILI PEPPERS - Breaking the girl.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
Mann, Matilda - Meet Cute.
Lada Sport - Næturbrölt.
Rogers, Maggie - The Kill.
Snorri Helgason - Aron.
HOOTIE & THE BLOWFISH - Only wanna be with you.
Fjallabræður, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Gossip - Heavy Cross.
Myrkvi - Sjálfsmynd.
Lón - Rainbow.
PAUL SIMON - Still Crazy After All These Years.
Young, Lola - Flicker of Light.
PRINS PÓLÓ - Hamstra sjarma.
PRINS PÓLÓ - TippTopp.
PRINS PÓLÓ - Bragðarefur.
PRINS PÓLÓ - Fallegi smiðurinn.
PRINS PÓLÓ - París Norðursins.
SKAKKAMANAGE - Free From Love.
PRINS PÓLÓ - París Norðursins.
Foster The People - Pumped up kicks.
Beabadoobee - Ever Seen.
SIGRID - Don't kill My Vibe.
Þormóður Eiríksson, Nussun, Húgó - Hvað með þig?.
Charli XCX - Apple.
HARALDUR ARI & UNNSTEINN MANÚEL - Til þín.
HOUSEBUILDERS - Hvers vegna.
MOLOKO - The Time Is Now.
DURAN DURAN - Ordinary World.
BEATLES - Here Comes The Sun.
LADA SPORT - Ég þerra tárin.
CHAPPELL ROAN - Red Wine Supernova.
GERRY RAFFERTY - Baker Street.
VALDÍS & JÓIPÉ - Þagnir hljóma vel.
CALVIN HARRIS & ELLIE GOULDING - Free.
EZRA COLLECTIVE & YAZMIN LACEY - God Gave Me Feet For Dancing.
POST MALONE & LUKE COMBS - Guy For That.
Matvælaráðherra lagði í fyrra fram drög að frumvarpi sem felur í sér hækkun á veiðigjaldi. Nú hafa Hagrannsóknir sf að beiðni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi tekið saman greinagerð um hagræn áhrif veiðigjalda og þessa fyrirhuguðu hækkun og í morgun voru SFS með opinn fund í þar sem þessi nýja skýrsla var kynnt. En hvað er það helsta sem þar kemur fram Ragnar Árnason, prófessor emeritus við HÍ var annar þeirra sem kynnti skýrsluna og hann kom í Síðdegisútvarpið og fór yfir það með okkur.
Við ætlum að ræða köngulóafælni í þættinum við Þórð Örn Arnarson en sálfræðiráðgjöf háskólanema sem býður upp á sálfræðiaðstoð fyrir stúdenta Háskóla Íslands og börn þeirra hafa verið að leita að einstaklingum með köngulóafælni til að veita þeim meðferð við þessari hvimleiðu fóbíu. Hvers vegna eru sumir haldnir köngulóafælni og er hægt að sigrast á þessari fóbíu á einfaldan hátt fengum að vita allt um það í þætti dagsins.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hélt til Tyrklands á laugardaginn en í kvöld mætir liðið tyrkjum í Þjóðardeildinni. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og við hituðum upp fyrir leikinn með Guðmundi Benediktssyni sem mun lýsa leiknum á eftir.
Á morgun verður haldin málstofa í Háskóla Íslands, nánar tiltekið í Árnagarði um innleiðingu saumavélarinnar í íslenskt samfélag og hvernig saumavélar fóru úr því að vera munaðarvara yfir í þarfaþing sem finna mátti á nær hverju heimili. Erindið flytur Arnheiður Steinþórsdóttir sagnfræðingur og hún kíkti til okkar.
Þjóðleikhússkólinn var settur þriðjudaginn 3. september en skólinn er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára Alls munu 19 nemendur sækja skólann í vetur og læra vítt og breitt um starfsemi leikhússins frá ólíkum hliðum og efla færni sína. Við slóum á þráðinn til Völu Fannell skólastjóra og spurðum hana aðeins út í þessa nýjung.
Líkt og fjallað var um í fréttum í morgun hyggjast Neytendasamtökin kanna hvort fyrirtæki, sem bjóða upp á að greitt sé fyrir bílastæði í gegnum snjallforrit þeirra, innheimti greiðslur í samræmi við innheimtulög, lög um neytendasamninga og sanngirni í viðskiptum. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom til okkar.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Dómsmálaráðherra hyggst ekki leysa vararíkissaksóknara frá störfum um stundarsakir eins og ríkissaksóknari lagði til. Vararíkissaksóknari telur þetta rökrétta niðurstöðu.
Óvissutigi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna yfirvofandi óveðurs.Spáð er hvassviðri og rigningu eða slyddu á norðan- og austanverðu landinu en snjókomu til fjalla
Minnst sextíu og fjögur eru látin og tuga er enn saknað í Víetnam, þar sem fellibylurinn Yagi gengur yfir með beljandi rigningu og stormi.
Botninn er dottinn úr makrílveiði haustsins og íslensk uppsjávarveiðiskip hafa nær alfarið snúið sér að veiðum á norsk-íslenskri síld, þótt fjórðungur makrílkvótans sé enn óveiddur.
Og úrval barna- og unglingabóka hér á landi er allt of lítið að mati upplýsingafræðings á skólabókasafni, sem segir að einungis náist að metta um tíu prósent af lestrarþörf barna og unglinga.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sigurður Ingi Jóhannsson kynnir á morgun , klukkan níu, sitt fyrsta fjárlagafrumvarp. Þetta verður söguleg stund í íslenskri stjórnmálasögu því Sigurður Ingi er fyrsti Framsóknarmaðurinn í nærri hálfa öld til að vera fjármálaráðherra. Freyr Gígja Gunnarsson reifar það helsta sem búast má við í frumvarpinu og ræðir það við Finnbjörn Hermannsson, formann ASÍ.
Skorradalshreppur er eitt af fámennustu sveitarfélögum landsins og hefur ítrekað hafnað sameiningu við stærri sveitarfélög. Meirihluti hreppsnefndar samþykkti að hefja formlegar sameiningarviðræður við Borgarbyggð í júlí en stjórnsýslukæra og undirskriftasöfnun íbúa gætu sett þær í uppnám. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um málið og ræðir við Jón Eirík Einarsson, oddvita Skorradalshrepps.
Rússnesk yfirvöld, með leyniþjónustuna FSB í broddi fylkingar, hafa á síðustu árum handtekið, ákært og dæmt á annan tug vísindamanna í margra ára fangelsi vegna meintra landráða. Vísindamennirnir eru sakaðir um að hafa deilt háleynilegum vísindagögnum með útsendurum erlendra ríkja. Þeir - og verjendur þeirra - benda á að þeir komi hvergi nærri hönnun þeirra hátæknvopna sem þeir eru sakaðir um að tala óvarlega um í annarra eyru, og hafi einungis starfað við grunnrannsóknir og fræðastörf á sínu sviði. Þeir hafi einungis rætt viðtekin vísindi og alþekktar kenningar á ráðstefnum erlendis, en engin ríkisleyndarmál. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Farið yfir ýmsar stefnur og strauma og nokkur Krautrock lög sett á fóninn.
Rakel - Don´t give up
Forest Law - Difficulties
Zero 7 & Jose Gonales - Today
Steinunn Jónsdóttir - á köldum kvöldum
Jacco Gardner - The End of August
Supersport! - Gráta smá
Bombay Bicycle Club - Always like this
The Doors - Indian Summer
Katla Yamagata & Bassi Maraj - Brauð & Vín
Chappell Roan - Good Luck, Babe!
Mamaðín - Frekjukast
Fujiya & Miyagi - Ankle injuries
Kött Grá Pjé - Hvít ský
The Pharcyde - Passing me by
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg
Teleman - String Theory
Midnight Magic - Beam Me Up
Matilda Mann - Meet Cute
GDRN & Unnsteinn - Utan Þjónustusvæðis
The Weeknd & Daft Punk - I feel it coming
Sabrina Carpenter - Please Please Please
Grace Ives - babyyy
Guru Guru - Dös war I
Lada Sport - Ég þerra tárin
Fugazi - I´m so tired
Birkir Blær - Thinking about you
D´Angelo - Brown Sugar
Ezra Collective - God gave me feet for dancing
Kaktus Einarsson - White Burn
Sufjan Stevens - Futile Devices
Kasper Björke & Sísí Ey - Conversations
Metronomy - Love letters
Jojo Abot - To Li
Jorja Smith - High
Michael Rother - Karussell
Artemas - Dirty little secret
Trentemöller - State Trooper
Soulwax - Missing wires
Lón - Rainbow
Gerry Rafferty - Right down the line
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Hljómsveitin Lada Sport var stofnuð í Hafnarfirði árið 2002. Hún hóf leika í bílskúr, eins og svo margar aðrar sveitir, en er komin út úr honum fyrir ansi löngu síðan. Jón Þór Ólafsson og Stefnir Gunnarsson settust niður með Völu Eiríks og ræddu málin.