Veðurstofa Íslands.
Þrír þjóðfræðingar rýna í dagbók sem skrifuð var á Ströndum á árabilinu 1846-1879. Dagbókina hélt Jón „gamli“ Jónsson sem var fátækur leiguliði, bóndi og sjómaður. Þar er skrifað um hversdagslegt amstur hans og fjölskyldunnar og samlífi þeirra við náttúruna, harðindi og hungur.
Í fyrsta þætti kynnumst við Jóni "gamla" Jónssyni, fjölskyldu hans og samfélaginu við Steingrímsfjörð á Ströndum. Við gægjumst í dagbókina hans, þar sem finna má lýsingar á verkefnum hversdagsins, en hugum sérstaklega að harðbýlinu og tilfinningum, einkum sorginni, sem bankaði stundum upp á hjá Jóni. Auk þess er fjallað um dagbókarformið, hvað mátti skrifa í dagbækur og hvað ekki.
Dagskrárgerð: Dagrún Ósk Jónsdóttir, Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson.
Tónlist: Framfari
Upplestur: Þorgeir Ólafsson
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna laugardaginn 14. desember voru Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði, Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR og Jens Garðar Helgason nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þau ræddu ólgu í alþjóðamálum og aukin hernaðarumsvif á Miðnesheiði, stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fleira.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Óvenju þung staða er á Barnaspítala Hringsins vegna RS-veirunnar og yfir hundrað börn hafa þurft að leggjast þar inn í vetur. Yfirlæknir vill að stjórnvöld bregðist við og fjárfesti í nýju mótefni.
Forseti Suður-Kóreu hefur verið ákærður til embættismissis fyrir herlög sem hann setti á í síðustu viku. Hann hefur nú vikið úr embætti meðan stjórnarskrárdómstóll tekur mál hans fyrir.
Ríkið þarf að koma til móts við sveitarfélög á Suðurnesjum eigi þau að sameinast. Verkefnastjórn um sameiningu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Voga og Suðurnesjabæjar leggur til að beðið verði með formlegar viðræður þar til viljayfirlýsing um slíkan stuðning hefur borist frá stjórnvöldum.
Bændur í dreifbýli Múlaþings voru farnir að reyta hár sitt og skegg, kveikja í rusli og bölva hrafninum vegna mikilla tafa á sorphirðu sem enginn virtist ætla að sinna. Múlaþing biðst afsökunar og segir tafirnar vegna kæru á sorpútboði. Allt sé að komast á rétt ról.
Eftirspurn eftir tónleikum strákasveitarinnar Iceguys hefur slegið öll met. Uppselt er á fimm tónleika á tveimur dögum og meira en 40 þúsund manns hafa keypt miða. Aðdáendur eru bæði börn og fullorðnir.
Upptaka af 12 óútgefnum lögum eftir Michael Jackson fannst fyrir tilviljun á dögunum. Höfundarréttur gæti þó komið í veg fyrir að þau muni nokkurn tímann heyrast opinberlega.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Forstjóri tryggingafyrirtækis var skotinn til bana úti á götu í New York í Bandaríkjunum í síðustu viku. Morðið hefur vakið mikla athygli og það má segja að það veki athygli á brotalömum í bandaríska heilbrigðiskerfinu. Meintur morðingi var handtekinn í vikunni og morðið og ástæður þess verið mikið í fjölmiðlum alla þessa viku, og má segja að honum hafi verið hampað af mörgum. Aðallega af því að hann er að ráðast á kerfið, heilbrigðiskerfið bandaríska sem svo margir eru ósáttir við og sérstaklega gagnvart tryggingafyrirtækjum, þau græða á tá og fingri á meðan fólkið þarf að greiða fúlgur fjár fyrir heilbrigðisþjónustu. Og það er líka algengt að þeir sem brjóta reglurnar vekja athygli fólks og það vill skilja hvers vegna hann gerir þetta. Af því að þessi maður sem er í haldi, Luigi Mangione, var fyrirmyndarnemandi og fátt sem benti til þess að hann væri líklegur til að fremja morð.
Í seinni hluta þáttarins förum við til Stonehenge en fyrr á þessu ári komu fram nýjar upplýsingar um þetta dularfulla og heillandi mannvirki á Salisbury-sléttunni í suðvesturhluta Englands. Upplýsingar sem varpa betra ljósi á uppruna steinanna sem mynda Stonehenge - en vekja líka upp áhugaverðar spurningar um hvernig það var skipulagt og reist fyrir um fimm þúsund árum. Í vísindagrein í Nature er sýnt fram á að einn af lykilsteinunum í þessu mannvirki - Altarissteinninn svonefndi, sem vegur um sex tonn - var fluttur alla leið frá norðurhluta Skotlands, um sjö hundruð og fimmtíu kílómetra leið. Nýjar upplýsingar, sem vekja upp nýjar spurningar. Það er Björn Malmquist sem ætlar að reyna að svara einhverjum þeirra. Eins og til dæmis, hvernig steinninn komst alla þessa leið og hvernig Stonehenge var reist á sínum tíma.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir lærði ung básúnuleik, nánast fyrir slysni, og varð hennar yndi og iðja. Svo bar það við eitt sinn að hún var að rifja upp ljóð eftir ömmu sína, Jakobína Sigurðardóttur, og heyrði í ljóðlínunum lag. Flleiri ljóð gátu af sér fleiri lög og komnar eru út tvær plötur og ein nótnabók með þeim lögum.
Sumarfríið er alveg að byrja og sumarhátíð skólans á næsta leiti. Vinirnir Úlla og Mási spá ekki mikið í það, þau hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. Þau ætla að sinna mikilvægu og háleynilegu verkefni sem amma Úllu hefur lagt fyrir þau. Nærbuxurnar í Hamraborg er framhaldsleikrit í fimm hlutum fyrir börn eftir Viktoríu Blöndal.
Persónur og leikendur:
Úlla: Kría Valgerður Vignisdóttir
Mási: Róbert Ómar Þorsteinsson
Magnea: Guðný Þórarinsdóttir
Sæbjörn: Kári Páll Thorlacius
Teitur: Baldur Davíðsson
Unglingur: Ragnar Eldur Jörundsson
Amma: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Skarphéðinn: Hákon Jóhannesson
Vaka Líf : Álfrún Örnólfsdóttir
Afi: Þröstur Leó Gunnarsson
Forsetinn: Hjörtur Jóhann Jónsson
Olga: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
Diddý: Maríanna Clara Lúthersdóttir
Aron: Ágúst Örn Wigum
Fréttamaður: Starkaður Pétursson
Tónlist: Úlfur Úlfur
Hljóðvinnsla: Hrafnkell Sigurðsson
Leikstjóri: Viktoría Blöndal
Ferðalagið með pakkann leiðir Úllu og Mása í strætóskýli á Ægissíðu þar sem þau hitta afar sérstaka konu. Amma er hins vegar heima eins og reyndar alltaf, hún fer nefnilega aldrei út. Hún er alltaf mikið í símanum og í þessum þætti fær hún dularfull símtöl úr ýmsum áttum. Mási og Úlla komast að lokum í strætó.
Guðrún Hálfdánardóttir ræðir við Brynjólf Karlsson og Jónas Hall sem kynntust þegar þeir voru 12 ára og störfuðu sem tollverðir um árabil.
Tónlist: Stolin stef - Gunnar Gunnarsson
Speak softly - Haukur Heiðar Ingólfsson
Catching Lightning - Alex Mastronardi.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þessa vikuna pælum við í bókmenntum fyrir yngri lesendur. Í lok þessa þáttar ræðum við aðeins lista Breska ríkisútvarpsins yfir 100 bestu barnabækur allra tíma. Ritstjórar menningarvefsins Lestrarklefinn, Rebekka Sif Stefánsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir koma til mín og rýna í listann.
Og svo splunkunýjar bækur. Rán Flygenring, norðurlandameistari í barna- og ungmennabókmenntum 2023 var að senda frá sér bókina Tjörnin. Við stingum okkur til sunds.
Ævar Þór Benediktsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir koma til mín og segja frá nýju bókunum sínum Skólaslit 3: Öskurdagur og Nammidagur. Þetta eru unglingabækur, hrollvekjur með tilheyrandi uppvakningum, heimsslitum og mannáti en líka hetjudáð og ást. Við veltum fyrir okkur af hverju fólk elskar hrollvekjur í þætti dagsins.
Viðmælendur: Rán Flygenring, Rebekka Sif Stefánsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-11
Ellington, Duke and his Orchestra, Ellington, Duke - Tourist point of view.
Garofalo, Brian, Kunkel, Russ, Clayton, Merry, Matthews, Sherlie, King, Clydie, Walsh, Joe, Fields, Venetta, Russell, Leon - Hummingbird.
Freysteinn Gíslason - Brotsjór.
Óskar Guðjónsson, Magnús Jóhann Ragnarsson - Hundaeigandi.
Buchanan, Jakob - Calls from the Past.
Tómas R. Einarsson, Matthías Hemstock, Winther, Jens, Jóel Pálsson, Eyþór Gunnarsson - Undir snjónum.
Ingibjörg Elsa Turchi - Physalia.
Skúli Sverrisson - Móðir.
Adams, George, Walrath, Jack, Mingus, Charles, Richmond, Dannie, Pullen, Don - Remember Rockefeller at Attica.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Fimmti þáttur um ævintýri breska heimskautakönnuðarins Ernest Shackletons. Í þessum þætti er haldið áfram að rekja hrakningar Endurance-leiðangur hans á suðurheimskauti.
Veðurstofa Íslands.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Tríó Brad Mehldau leikur lögin Martha My Dear, She's Leaving Home, Alfie, Granada, Fifty Ways To Leave Your Lover og Day Is Done. ASA tríóið leikur lögin Straight No Chaser, Bemsha Swing, Boo Boo's Birthday, San Fransisco Holiday, Criss Cross og Raise Four. Jason Moran tríóið leikur lögin Crepuscule, Big Stuff, Play To Live, To Bob Vatel of Paris og Gangsterism Over 10 Years.
Fyrir 20 árum lét Atli Fannar Bjarkason sig dreyma um að starfa á fjölmiðlum. Hann flutti til Reykjavíkur með báðar hendur tómar og fékk tækifæri til að skrifa í dagblöð, ritstýra tímaritinu Monitor og koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann flutti líka fréttainnslög í Vikunni með Gísla Marteini og stofnaði sinn eigin fjölmiðil, Nútímann sem hann tengist ekkert í dag.
Draumurinn rættist sem sagt en þegar hann horfir til baka sér hann að á þessum tíma hafi hann oft verið með bölvuð leiðindi við fólk sem átti það ekkert endilega skilið. Í þessum þáttum hittir hann þetta fólk og leggur spilin á borðið.
Umsjón: Atli Fannar Bjarkason.
Áður en byltingar á borð við Free the nipple og Metoo settu samfélagið á hvolf börðust íslenskir femínistar við sömu vandamál og konur standa frammi fyrir í dag. Og eins og í dag þá voru fylgifiskar þessarar baráttu ungir karlar sem töldu sig vita betur. Ég var einn af þessum körlum og lét í mér heyra um aðferðir femínista. Katrín Anna Guðmundsdóttir var áberandi í kvenréttindabaráttunni árið 2007 þegar ég skrifaði pistil sem mig langaði til að ræða við hana.
Einar Karl Haraldsson ræðir við leika og lærða um fornaldarsögur, heilagra manna sögur, konungasögur, Íslendingasögur, Íslendingaþætti, biskupasögur og fleiri forna texta.
(Áður á dagskrá 1985)
Í þættinum er spjallað við Sverri Tómasson cand. mag. sérfræðing í miðaldabókmenntum um Nikulás sögu Bergs Sokkason og álitamál í sambandi við hvannjólan í Ólafs sögu Tryggvasonar Snorra Sturlusonar annars vegar og Ólafs sögu Odds munks hinsvegar.
Upplestur: Sigurgeir Steingrímsson cand. mag. les kafla úr Nikulás sögu.
Guðbjörg Þórisdóttir les kafla úr Ólafs sögu Tryggvasonar.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan setur sig í stellingar fyrir jólaundirbúninginn og færir hlustendum vangalög fyrir stofugólf, afþurrkunarópusa fyrir eldhúsbekki og hugljúf ástarljóð í hörðum pökkum. Meðal flytjenda eru Ragnar Bjarnason og Rose Murphy, Bing Crosby og Andrews systur, Meade Lux Lewis, Lúdó og Stefán, og Lena Horne. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna laugardaginn 14. desember voru Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði, Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR og Jens Garðar Helgason nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þau ræddu ólgu í alþjóðamálum og aukin hernaðarumsvif á Miðnesheiði, stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fleira.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Bókin Frá Hollywood til heilunar segir sögu Jóhönnu Jónasdóttur orkuþerapista og leikkonu. Jóhanna kom í fimmu og sagði af fimm, ja eða sex áhrifavöldum í örlagavef lífsins.
Í siðari hluta þáttarins rýndi stjórnandi í jólamyndirnar með þeim Júlíu Margréti Einarsdóttur og Ragnari Eyþórssyni sérfræðingum.
Útvarpsfréttir.
Óvenju þung staða er á Barnaspítala Hringsins vegna RS-veirunnar og yfir hundrað börn hafa þurft að leggjast þar inn í vetur. Yfirlæknir vill að stjórnvöld bregðist við og fjárfesti í nýju mótefni.
Forseti Suður-Kóreu hefur verið ákærður til embættismissis fyrir herlög sem hann setti á í síðustu viku. Hann hefur nú vikið úr embætti meðan stjórnarskrárdómstóll tekur mál hans fyrir.
Ríkið þarf að koma til móts við sveitarfélög á Suðurnesjum eigi þau að sameinast. Verkefnastjórn um sameiningu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Voga og Suðurnesjabæjar leggur til að beðið verði með formlegar viðræður þar til viljayfirlýsing um slíkan stuðning hefur borist frá stjórnvöldum.
Bændur í dreifbýli Múlaþings voru farnir að reyta hár sitt og skegg, kveikja í rusli og bölva hrafninum vegna mikilla tafa á sorphirðu sem enginn virtist ætla að sinna. Múlaþing biðst afsökunar og segir tafirnar vegna kæru á sorpútboði. Allt sé að komast á rétt ról.
Eftirspurn eftir tónleikum strákasveitarinnar Iceguys hefur slegið öll met. Uppselt er á fimm tónleika á tveimur dögum og meira en 40 þúsund manns hafa keypt miða. Aðdáendur eru bæði börn og fullorðnir.
Upptaka af 12 óútgefnum lögum eftir Michael Jackson fannst fyrir tilviljun á dögunum. Höfundarréttur gæti þó komið í veg fyrir að þau muni nokkurn tímann heyrast opinberlega.
Njóttu laugardaganna með með smellum fyrri áratuga. Nostalgísk samvera og besta tónlistin, afmælisbörn, útgáfur og allt þar á milli. Hvar er betra að vera á laugardagseftirmiðdegi, svarið er hvergi! Umsjón með Smelli hefur Kristján Freyr.
Að venju tekur Kristján Freyr við af hádegisfréttum á Rás 2 á laugardögum og í þetta skiptið með fullt fangið af jólasmellum í bland við aðra sígilda sem fá að hljóma. Að auki litu góðir gestir við í spjall en þau Kamilla Einarsdóttir rithöfundur og Jón Geir Jóhannsson tónlistarmaður deildu með Kristjáni og hlustendum tillögum að notalegri afþreyingu yfir jólin.
Hér er smellalistinn:
Frá kl. 12:40
Himnasending - Nýdönsk
HIPSUMHAPS & DR. GUNNI - Góður á því.
FOUR SEASONS - December, 1963 (Oh, What A Night).
Rakel Sigurðardóttir, Lón - Jólin eru að koma.
RAGNAR BJARNASON - Er Líða Fer Að Jólum.
Drink a Rum - Lord Kitchener
Lauryn Hill - Can't Take My Eyes Off You.
Frá kl: 14.00:
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
SYKUR - Cars and Girls ft. GDRN.
Ég - Karlar, konur, börn og gæludýr.
ICEGUYS - Þegar jólin koma.
POLLAPÖNK - Enga fordóma (Söngvakeppnin 2014).
THE CLASH - Rock The Casbah.
Sverrir Bergmann, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Skiptir engu máli.
SCISSORS SISTERS - Laura.
PRINS PÓLÓ - Eigum við að halda jól?.
MAUS - (Inn í) Kristalnótt.
BAGGALÚTUR - Ég kemst í jólafíling.
Frá kl. 15:00
KUSK - Sommar.
JET BLACK JOE - Higher And Higher.
Camper Van Beethoven - Take the skinheads bowling.
THE POGUES & KIRSTY MCCOLL - Fairytale Of New York.
HRINGIR - Kusk.
PÁLL ÓSKAR & UNUN - Ástin dugir.
QUEEN - Thank God It?s Christmas.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & RUT REGINALDS - Þú Komst Með Jólin Til Mín.
JIMMY EAT WORLD - The middle.
Kaiser Chiefs - I predict a riot.
Sigríður Beinteinsdóttir, Baggalútur - Hótel á aðfangadag.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Önnur plata GDRN kemur út, Baggalútur skilar kveðju, Friðrik Ómar & Jógvan lifa sveitalífi og Luigi upplifir breytta tíma. Gugusar klárar grunnskólann með fyrstu plötunni, Laufey Lín sendir frá sér sitt fyrsta lag, Rakel Mjöll fer með Dream Wife í 18. sæti breska listans og Stuðmenn halda upp á hálfrar aldar afmæli. Mammút sendir frá sér sína fimmtu plötu, Birgir Steinn segir ósagðar sögur, Eivör og Ásgeir Trausti syngja dúett og Iceland Airwaves er streymt á netinu án tónleikagesta.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
GDRN - Af og til
GDRN - Sama hvað
GDRN & Sigríður Thorlacius - Augnablik
GDRN & Birnir - Áður en dagur rís
GDRN - Hugarró
GDRN - Vorið
Friðrik Ómar & Jógvan - Sveitalíf
Friðrik Ómar & Jógvan - Tætum og lryllum
Mammút - Fire
Mammút - Sun & Me
Mammút - Prince
Mammút - Sound Of Centuries
Baggalútur - Tíu dropar af sól
Baggalútur - Er ég að verða vitlaus eða hvað ?
Baggalútur - Hlægifíflin
Valdimar & Bríet - Jólin eru okkar
gugusar - I’m Not Supposed To Say This
gugusar - Rename
gugusar - Take care
gugusar - Röddin í klettunum
Auður &gugusar - Frosið sólarlag
Inspector Spacetime - Teppavirki
Mosi frændi - Milli
Red Barnett - Astronaut
Ham - Haf trú
Dream Wife - Hey Heartbreake
Dream Wife - Somebody
Dream Wife - Hasta La Vista
Dream Wife - After The Rain
Dream Wife - Sports
Flóni - Hinar stelpurnar
Luigi - Púlla upp
Luigi - Púlla upp á Hlíðarenda
Luigi & Jón Jónsson - Fótboltastelpa
PATR!K og Luigi - Skína
Eivör - Sleep On It
Eivör - Let It Come
Eivör & Ásgeir Trausti - Only Love
Laufey - Street By Street
Laufey - Singing In The Rain (Jólastjarnan 2011)
Laufey - Letter To My 13 Year Old Self
Laufey - If I Ain’t Got You (Ísland Got Talent 2014)
Laufey - Somone New
Laufey - My Future
Laufey - Like The Movies
Warmland - Superstar Minimal
Warmland - Family
Júníus Meyvant - High Heels (Iceland Airwaves)
Mugison - George Harrisson (Iceland Airwaves)
Mugison - Gúanóstelpan (Iceland Airwaves)
Mugison - Sweetest Melody (Iceland Airwaves)
Torrini og vinir:
Tina Dickov - Somone To Love (Iceland Airwaves)
Markéta Irglová - Falling Slowly (Iceland Airwaves)
Pétur Ben - The Great Big Warehouse In The Sky (Iceland Airwaves)
Emilíana Torrini - What Happens If (Iceland Airwaves)
Emilíana Torrini - Vertu úlfur
Prins Póló - Kötturinn vill inn
Birgir Steinn - Home
Birgir Steinn - Glorious
Kaleo - Break My Baby
Kaleo - I Want More
Kristín Sesselja - Secret
Kristín Sesselja - Fuckboys
Kristín Sesselja - What Would I Do Without You
Valdimar & Úlfur Eldjárn - Upphaf
Stuðmenn - Elsku vinur
Stuðmenn - Frímann flugkappi (Stúdíó 12)
Stuðmenn - Í stórum hring á móti Sól (Stúdíó 12)
Jón Jónsson - Þegar kemur þú
Jón Jónsson - Dýrka mest
Ragga, Frikki Dór, Salka & Stebbi Hilmars - Klárum þetta saman (Áramótaskaupið 2020)
Fréttastofa RÚV.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Sara Nassim, kvikmyndaframleiðandi með ríka sögu í íslenskri kvikmyndagerð, til okkar með sinn persónulega lagalista. Við kíkjum á lögin sem hafa verið innblástur í hennar skapandi starfi og fylgt henni í gegnum lífshlaup hennar.
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Tveir fyrstu hlustendurnir sem náðu inn í þáttinn voru 10 ára gamlir. Skýrmæltir og mikið í þá spunnið. Framtíðin er björt :)
Og það voru sko jólalög sem fengu að hljóma í kvöld og hellingur af þeim.
Tónlist þáttarins:
TOM PETTY & THE HEARTBREAKERS - Christmas All Over Again.
BOTNLEÐJA - Fallhlíf.
Kinks - Father Christmas.
Wolf, Remi - Last Christmas.
GDRN - Vorið.
STEVIE WONDER - For Once In My Life.
U2 - Christmas (Baby Please Come Home).
Sigríður Beinteinsdóttir, Baggalútur - Hótel á aðfangadag.
ICEGUYS - Þessi týpísku jól.
Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.
BJARTMAR GUÐLAUGSSON - Jólalag.
PRETENDERS - 2000 Miles.
ELVIS PRESLEY - Blue Christmas.
GRAFÍK - Húsið Og Ég.
Helgi Björnsson - Ef Ég Nenni.
BAGGALÚTUR - Þorláksmessa.
Nelson, Willie, Jones, Norah - Baby it's cold outside.
Friðjón Ingi Jóhannsson - Vinsamleg tilmæli.
THE BEACH BOYS - Kokomo.
BONEY M - Little Drummer Boy.
Laufey - Santa Baby.
JOHN LENNON & THE PLASTIC ONO BAND - Give peace a chance.
Ragnarök Trio - Öræfi.
MICHAEL KIWANUKA - Home Again.
JAMES TAYLOR - Country Road.
Ingibjörg Þorbergs - Hin fyrstu jól.
LED ZEPPELIN - Black dog.
SNIGLABANDIÐ - Jólahjól.
Pink Floyd - Shine On You Crazy Diamond.