22:10
Litla flugan
Santa, bring my baby back
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Litla flugan setur sig í stellingar fyrir jólaundirbúninginn og færir hlustendum vangalög fyrir stofugólf, afþurrkunarópusa fyrir eldhúsbekki og hugljúf ástarljóð í hörðum pökkum. Meðal flytjenda eru Ragnar Bjarnason og Rose Murphy, Bing Crosby og Andrews systur, Meade Lux Lewis, Lúdó og Stefán, og Lena Horne. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Er aðgengilegt til 14. mars 2025.
Lengd: 48 mín.
e
Endurflutt.
,