16:05
Bara bækur
Tjörnin, Skólaslit 3, Nammidagur og 100 bestu barnabækur allra tíma
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þessa vikuna pælum við í bókmenntum fyrir yngri lesendur. Í lok þessa þáttar ræðum við aðeins lista Breska ríkisútvarpsins yfir 100 bestu barnabækur allra tíma. Ritstjórar menningarvefsins Lestrarklefinn, Rebekka Sif Stefánsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir koma til mín og rýna í listann.

Og svo splunkunýjar bækur. Rán Flygenring, norðurlandameistari í barna- og ungmennabókmenntum 2023 var að senda frá sér bókina Tjörnin. Við stingum okkur til sunds.

Ævar Þór Benediktsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir koma til mín og segja frá nýju bókunum sínum Skólaslit 3: Öskurdagur og Nammidagur. Þetta eru unglingabækur, hrollvekjur með tilheyrandi uppvakningum, heimsslitum og mannáti en líka hetjudáð og ást. Við veltum fyrir okkur af hverju fólk elskar hrollvekjur í þætti dagsins.

Viðmælendur: Rán Flygenring, Rebekka Sif Stefánsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,