ok

Silfrið

Pax Americana á lokametrunum

Það hrikti í stoðum alþjóðlega fjármálakerfisins í dag eftir að Bandaríkin settu á hæstu verndartolla síðan í upphafi Kreppunnar miklu fyrir að verða einni öld.

Margt bendir til að sú heimsskipan sem hefur verið við lýði frá lokum seinni heimsstyrjaldar, tímabil sem kennt hefur verið við Pax Americana, sé að renna sitt skeið. Bandaríkin eru undir stjórn Donald Trump einfaldlega að segja sig frá því forystuhlutverki sem þau tóku sér og hefur fært þeim alþjóðlega yfirburði í 80 ár. En hvers konar kerfi tekur við og lifir lýðræðið það af?

Rætt var um stöðu Bandaríkjanna í víðu samhengi í Silfrinu. Gestir voru Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri KOM, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur, Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas, hönnuður í Los Angeles, Kristján Guðjónsson, dagskrárgerðarmaður í Lestinni á Rás 1, og Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur.

Frumsýnt

7. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Silfrið

Silfrið

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Þættir

,