ok

Silfrið

Ný andlit á framboðslistum

Framboðsfrestur er að renna út og flestir stjórnmálaflokkar eru búnir að velja frambjóðendur á lista. Sumir þeirra eru þó umdeildari en aðrir.

Gestir í Silfrinu eru Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og frambjóðandi Viðreisnar,

Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra og frambjóðandi Miðflokksins, Lenya Rún Taha Karim lögfræðingur og frambjóðandi Pírata, og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og frambjóðandi Flokks fólksins.

Í lok þáttarins kemur Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og ræðir stöðuna nú þegar kosningabaráttan er að hefjast fyrir alvöru.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur umsjón með Silfrinu.

Frumsýnt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Silfrið

Silfrið

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Þættir

,