Samfélagið

Innslag frá COP29 í Bakú, loftslagsspjall við Mikael Allan Mikaelsson, málfarsspjall um stórforeldri

COP29, loftslagsráðstefna Sameinuðuþjóðanna, fer fram í Bakú í Aserbaísjan. Meðal yfirlýstra markmiða ráðstefnunnar er marka stefnu til draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á heimsvísu. Gestgjafaþjóð ráðstefnunnar, Aserbaísjan, er hins vegar mikil jarðefnaeldsneytisþjóð, og erfitt gæti orðið sannfæra stjórnvöld þar í landi, og víðar, breyta út af venjunni. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er á ráðstefnunni. Hún hefur verið með regluleg innslög í Samfélaginu undanfarið og í dag segir hún okkur aðeins nánar frá jarðefnaeldsneytisþjóðinni Aserbaísjan.

Og við höldum okkur við loftslagsmálin, vindum okkur í loftslagsspjallið þessu sinni við Mikael Allan Mikaelsson, sérfræðing í loftslagsmálum og stefnumótun. Hann starfaði í tæpan áratug fyrir bresku utanríkis-, orku- og iðnaðarráðuneytin, hlaut MBE-orðu bresku krúnunnar - kannski einhvers konar hliðstæðu íslensku fálkaorðunnar, starfar hjá Stocholm Environment Institute og er einn af helstu höfundum nýja evrópska loftslagsáhættumatsins - en við ætlum ekki bara ræða feril hans og afrek heldur fyrst og fremst heyra hvað honum finnst um stöðuna í loftslagsmálum, vænlegar aðgerðir og áherslur til framtíðar.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur, mætir í málfarsspjall og ræðir meðal annars orðið stórforeldri.

Tónlist:

Mars Volta - Aegis.

Frumflutt

19. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,