Samfélagið

Torfbæir, rafrusl, umhverfisvænn arkítektúr og ljósvist

Kort sem syngur afmælissöng, skór með blikkandi sólu, stafrænir myndarammar og rafrettur - allt eru þetta raftæki og eins og útvarpið eða síminn eða tölvan sem þú ert hlusta á okkur í verður þetta einhvern tímann rafrusl. Við ræðum raftækjaúrgang; umfang, ógnir og tækifæri við tvo starfsmenn Úrvinnslusjóðs - þær Írisi Gunnarsdóttur viðskiptastjóra og Eddu Andrésdóttur samskiptastjóra.

Við verðum við með hugann við byggðir og vistarverur og áhrifin sem þær hafa á okkur og umhverfið. Í pistli dagsins fjallar Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, um ýmislegt sem tengist ljósvist og borgarskipulagi.

Síðan fáum við til okkar Áróru Árnadóttur, framkvæmdastjóra Grænnar byggðar, og Arnhildi Pálmadóttur arkitekt til ræða um umhverfisvænan arkitektúr, loftslagsvæna torfbæi, sjálfbærar byggðir og fleira í þeim dúr.

Frumflutt

15. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,