Samfélagið

Sorpbrennsla, frí molta í Gaju og málfarsspjall: misseri, sumarmál, hrafnahret o.fl.

Við fjöllum um það sem kallað hefur verið hátækni-sorpbrennsla. Helgi Þór Ingason prófessor í verkfræði við Háskólann í Reykjavík fór fyrir hópi sem vann úttekt á fýsileika þess reisa slíka brennslu hér á landi, enda stendur til hætta nær allri urðun sorps. Ævar Örn Jósepsson ræddi um niðurstöður hópsins við Helga Þór. Við heyrum það á eftir.

Og við ætlum halda okkur í úrgangsmálunum því Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, kemur til okkar og ræðir um aðra af tveimur afurðum Gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju í Álfsnesi, moltuna! Á sumardaginn fyrsta býðst öllum sem vilja koma þangað og moltu til nota í garðinn og kynna sér þann farveg sem matarleifar frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu rata í.

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kemur svo til okkar í málfarsspjall - við ætlum ræða ýmis gömul orð tengd tíðarfari og árstíma. Einkum sumri, sem er handan við hornið.

Tónlist:

MANNAKORN - Óralangt Í Burt.

PAUL SIMON - Still Crazy After All These Years.

GRAFÍK - Komdu Út.

Frumflutt

23. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,