Samfélagið

Heimsókn í flokkunarstöð Sorpu, hvað er úrvalsmjólk og hvernig er hún framleidd, málfar og vísindaspjall

Frauðplastsdemantar, villt dýr og ást íslendinga á VHS-spólum koma við sögu í Samfélaginu í dag. Við fjöllum á næstunni um plast og plastumbúðir - og ætlum hafa spakmælið: Í upphafi skyldi endinn skoða, sem leiðarljós. Vegferðin byrjar því í Mótttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi.

Sjö mjólkurframleiðendur í Þingeyjarsveit náðu þeim frábæra árangri framleiða og greitt fyrir úrvalsmjólk alla mánuði ársins 2023. Frá þessu er sagt í umfjöllun á vef Þingeyjarsveitar. Við í Samfélaginu urðum forvitin um þessa úrvalsmjólk og hvernig hún er frábrugðin annarri mjólk sem íslenskir kúabændur framleiða í milljónum lítra á hverju ári. Samvinnufélagið Auðhumla hefur það hlutverk taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Og veitir viðurkenningar þeim sem framleiða úrvalsmjólk alla mánuði ársins. Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóri Auðhumlu segir okkur allt um úrvalsmjólk, gæði mjólkur og hvernig henni er safnað frá kúabúum landsins.

Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í sitt vikulega vísindaspjall.

Frumflutt

6. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,