Samfélagið

Fríbúðin, baksviðs hjá Góða hirðinum, hvert verður orð ársins?

í Borgarbókasafninu í Gerðubergi er rekin fríbúð. Við heimsóttum hana í síðustu viku í tilefni af svörtum föstudegi og tilboðin voru svimandi, allt frítt. Atli Pálsson, sérfræðingur á Borgarbókasafninu segir okkur frá hugmyndafræðinni á bak við fríbúðir.

Og við höldum okkur í hringrásinni - Meirihluti þess sem ratar í Góða hirðinn selst og meðalverð hluta er í kringum 500 krónur. Samfélagið kynnti sér starfsemina á bak við tjöldin í Góða hirðinum við Köllunarklettsveg í Reykjavík. Michelle Marie Morris, verkefnastjóri á lager Góða hirðisins, spjallaði við okkur um rekstur verslunarinnar, innvols gámana sem koma þangað sneisafullir af Sorpustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, flokkun, verðmerkingu og afdrif hlutanna.

Við erum sigla inn í uppgjörstímabil, það þarf gera upp árið 2024, velja orð ársins, manneskju ársins, þetta og hitt ársins. Við ræðum valið á orði ársins við Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins.

Tónlist í þættinum:

Rolling stones - Sweet Virginia.

Hljómsveitin Eva - Myrkur og Mandarínur.

Frumflutt

3. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,