ok

Samfélagið

Loftgæðaspár, staðan í aðdraganda COP28, hugvitsmaður úr fortíðinni

Við veltum fyrir okkur loftgæðum í höfuðborginni, vöktun á þeim og leiðum til að spá fyrir um loftgæði - jafnvel í einstökum hverfum. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir okkur frá aðferðum sem stofnunin beitir til þess.

Þetta er árið sem farið var að tala um hnattræna stiknun, haustið hefur verið óvenjulegt og hitamet fallið. Ástandið í loftslagsmálum er alvarlegt. Markmið, lausnir og skortur á þeim verða rædd í þaula á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Dúbaí í lok nóvember. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands fer yfir vísindin, stöðuna og væntingar til ráðstefnunnar.

Málfarsmínúta.

Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV leyfir okkur að heyra upptöku úr safninu. Að þessu sinni viðtal við hugvitsmanninn Magnús K. Guðnason sem hannaði merkileg hljóðfæri á borð við strokhörpu.

Frumflutt

20. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,