Samfélagið

Loftslagsbreytingar og fráveita, samfélagslistir og tákn framtíðar, græna gímaldið

Flóð ógna nýrri skólphreinsistöð í Árborg og á Austfjörðum er fólk farið velta fyrir sér framtíð opinna vatnsbóla vegna kólí-gerla í jarðvegi. Vaxandi öfgar í veðurfari; þurrkar, flóð og miklar rigningar hafa neikvæð áhrif á fráveitukerfi sem víða um land eru komin til ára sinna.

Samorka blés í dag til fundar um þessa ógn. Samfélagið ræddi við þrjá af fyrirlesurum fundarins þá Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafa, Ágúst Þór Bragason, forstöðumann hjá þjónustumiðstöð Árborgar og Aðalstein Þórhallsson, framkvæmdastjóra HEF-veitna á fljótsdalshéraði.

Svo fáum við til okkar Ásdísi Birnu Gylfadóttur og Maríönnu Dúfu Sævarsdóttur, meistaranema í listum og velferð við Listaháskóla Íslands. Þær ætla segja okkur frá því hvernig þær nálgast samfélagslistir og velferð, framtíðina og táknin sem við notum fyrir framtíðina. Viðtalið er það fimmta í viðtalsröð Samfélagsins um framtíðir og framtíðarýnir, í samstarfi við framtíðarfestival Borgarbókasafnsins.

Og lokum heyrum við í Páli Líndal, pistlahöfundi Samfélagsins. Í dag fjallar hann um græna gímaldið við Álfabakka, þéttingu byggðar og almenningssamgöngur.

Tónlist og stef í þættinum:

OTIS REDDING - Respect.

MUSIC MACHINE - Talk Talk.

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Frumflutt

21. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,