• 00:02:37Hafsbotninn
  • 00:18:26Svipmynd af Textílmiðstöð Íslands
  • 00:39:43Viðtal við Elsu Arnardóttur

Samfélagið

Hafsbotninn í brennidepli, svipmynd af Textílmiðstöðinni á Blönduósi

Samfélagið heilsar frá tveimur landshlutum í dag. Arnhildur er stödd í Öskju, sem er heimili náttúruvísindanna í Háskóla Íslands. Þar er í gangi haustráðstefna jarðfræðafélags Íslands. Hafsbotninn hefur verið í brennidepli undanfarið - kortlagning hans, námugröftur á hafsbotni - þýðing hans fyrir lífríkið og ég ætla hér á eftir spjalla við Anett Blischke, jarð- og jarðeðlisfræðing hjá íslenskum orkurannsóknum og Tinnu Jónsdóttur, jarðfræðing og verkefnastjóra Auðlindaeftirlits Orkustofnunar.

Pétur sendir hins vegar út frá Textílmiðstöðinni á Blönduósi. Við fáum innsýn inn í starfsemina hér; kannski smá svipmynd af samfélaginu hér í kringum miðstöðina. Þar eru sauðfjárbændur spinna þræði úr alls konar ull, útlenskir listamenn í resedensíum skapa list og fræðifólk rannsaka og kenna og pæla. Við ræðum líka við Erlu Arnardóttur, forstöðumann Textílmiðstöðvarinnar.

Tónlist:

PRINS PÓLÓ - Læda slæda.

THE KINKS - Dedicated Follower Of Fashion.

Frumflutt

4. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,