ok

Samfélagið

Fiskmerkingar, eldflugur, málfar og gömul viðbragðsáætlun fyrir Vestmannaeyjar

Við ætlum að forvitnast um fiskmerkingar við Ísland í Samfélaginu í dag. Slíkar rannsóknir hafa verið stundaðar hér í meira en hundrað ár og tæknin hefur auðvitað þróast í þessum rannsóknum eins og öðrum. Ingibjörg G. Jónsdóttir sjávarvistfræðingur hefur umsjón með þessum verkefnum hjá Hafrannsóknastofnun.

Og við höldum okkur við náttúruvísindin, nokkrar dýrategundir hafa þann eiginleika að geta gefið frá sér ljós, eldflugur eru þeirra á meðal, en hvers vegna gera þær það og hvernig fara þær að því? Við ræðum ljósgjafa í lífríkinu við Arnar Pálsson, erfðafræðing við Háskóla Íslands.

Við heyrum málfarsmínútu og í lok þáttar heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands og tölum um viðbragðsáætlun Almannavarna vegna hugsanlegra náttúruhamfara í Vestmannaeyjum. Áætlun sem var gerð árið 1964, níu árum fyrir gosið í Heimaey. Andrea Ásgeirsdóttir ætlar að segja okkur frá þessu.

Tónlist:

EURYTHMICS - I Saved The World Today.

Valgeir Guðjónsson - Þjóðvegur númer eitt.

Frumflutt

8. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,